Kaup starfsfólks lögreglu á fatafellum „botnlaust dómgreindarleysi“ Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2023 13:52 Helga, Sigurður og Stefán voru gestir í Vikulokunum og sögðu málið slæmt. Samsett Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lítur atvik sem átti sér stað í vinnuferð starfsmanna embættisins alvarlegum augum. Þrír starfsmenn embættisins fóru út á lífið eftir vinnuferð og pöntuðu sér fatafellu. Fyrrverandi þingmaður segir málið vont. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki tjá sig um það í hádegisfréttum RÚV hvort starfsmennirnir væru farnir í leyfi. Hún sagðist þó líta málið alvarlegum augum. Starfsmennirnir njóti persónuverndar á meðan málið sé til rannsóknar. Verulega vont mál Málið var rætt í Vikulokum á Rás 1 í morgun. Þar voru gestir Sunnu Valgerðardóttur þau Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi og Sigurður Örn Hilmarsson formaður Lögmannafélags Íslands Stefán Pálsson sagði það gleðilegt að væri verið að fara með fólk í fræðsluferðir til Auschwitz en að um væri að ræða „botnlaust dómgreindarleysi og vitleysisgang“ af hálfu starfskvenna lögreglunnar. Hann sagði sér fallast hendur. Halla Bergþóra er lögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, sagði þetta kjánaskap og þarna hefðu verið teknar heimskulegar ákvarðanir. Málið væri óheppilegt og það væri betra ef þetta hefði ekki gerst. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingar, sagði málið ferlega ömurlegt. „Þær eru í vinnuferð. Þetta er lögreglan og þær eru ákveðnar reglur.“ Hún sagði mikilvægt að vita hvaða einstaklingur það var sem var keyptur, hver bakgrunnur hans er og sagði mjög líklegt væri að einstaklingurinn væri þolandi mansals. „Mér finnst þetta bara vont. Maður flissar við morgunverðarborðið þegar maður sér þessa frétt af því þetta er svo vandræðalegt. En svo er þetta bara alveg ömurlegt og hrikalega vont,“ sagði Helga Vala í Vikulokunum. Keyptu sér limmósínu og fatafellu Fram kom í frétt Vísis um málið í gær að vinnuferðin var farin í síðasta mánuði. Þegar henni lauk varð hópur starfsmanna eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það yfir helgina sem fylgdi sem kvenkyns starfsmenn ákærusviðs skelltu sér út á lífið, leigðu limmósínu og keyptu þjónustu karlkyns fatafellu. Í frétt Heimildarinnar í gær kom svo fram að myndum af því var svo deilt í lokaðan hóp á Snapchat. Lögreglan Pólland Mansal Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Starfskonur lögreglunnar leigðu strippara í Auschwitz Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru til skoðunar vegna máls sem upp kom í kjölfar vinnuferðar til Auschwitz í Póllandi í nóvember. Kynningarfulltrúi embættisins segir málið litið alvarlegum augum. 8. desember 2023 20:16 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki tjá sig um það í hádegisfréttum RÚV hvort starfsmennirnir væru farnir í leyfi. Hún sagðist þó líta málið alvarlegum augum. Starfsmennirnir njóti persónuverndar á meðan málið sé til rannsóknar. Verulega vont mál Málið var rætt í Vikulokum á Rás 1 í morgun. Þar voru gestir Sunnu Valgerðardóttur þau Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi og Sigurður Örn Hilmarsson formaður Lögmannafélags Íslands Stefán Pálsson sagði það gleðilegt að væri verið að fara með fólk í fræðsluferðir til Auschwitz en að um væri að ræða „botnlaust dómgreindarleysi og vitleysisgang“ af hálfu starfskvenna lögreglunnar. Hann sagði sér fallast hendur. Halla Bergþóra er lögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, sagði þetta kjánaskap og þarna hefðu verið teknar heimskulegar ákvarðanir. Málið væri óheppilegt og það væri betra ef þetta hefði ekki gerst. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingar, sagði málið ferlega ömurlegt. „Þær eru í vinnuferð. Þetta er lögreglan og þær eru ákveðnar reglur.“ Hún sagði mikilvægt að vita hvaða einstaklingur það var sem var keyptur, hver bakgrunnur hans er og sagði mjög líklegt væri að einstaklingurinn væri þolandi mansals. „Mér finnst þetta bara vont. Maður flissar við morgunverðarborðið þegar maður sér þessa frétt af því þetta er svo vandræðalegt. En svo er þetta bara alveg ömurlegt og hrikalega vont,“ sagði Helga Vala í Vikulokunum. Keyptu sér limmósínu og fatafellu Fram kom í frétt Vísis um málið í gær að vinnuferðin var farin í síðasta mánuði. Þegar henni lauk varð hópur starfsmanna eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það yfir helgina sem fylgdi sem kvenkyns starfsmenn ákærusviðs skelltu sér út á lífið, leigðu limmósínu og keyptu þjónustu karlkyns fatafellu. Í frétt Heimildarinnar í gær kom svo fram að myndum af því var svo deilt í lokaðan hóp á Snapchat.
Lögreglan Pólland Mansal Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Starfskonur lögreglunnar leigðu strippara í Auschwitz Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru til skoðunar vegna máls sem upp kom í kjölfar vinnuferðar til Auschwitz í Póllandi í nóvember. Kynningarfulltrúi embættisins segir málið litið alvarlegum augum. 8. desember 2023 20:16 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Starfskonur lögreglunnar leigðu strippara í Auschwitz Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru til skoðunar vegna máls sem upp kom í kjölfar vinnuferðar til Auschwitz í Póllandi í nóvember. Kynningarfulltrúi embættisins segir málið litið alvarlegum augum. 8. desember 2023 20:16