Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Ástandið á Gasa er fordæmalaust og samfélagið að hruni komið að sögn framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Mótmælendur gerðu aðsúg að utanríkisráðherra á fundi um mannréttindasáttmálann í dag.

Við sjáum myndir frá atvikinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fjöllum um stöðuna á Gasa og ræðum við fyrrverandi formann félagsins Ísland Palestína sem mætir í myndver.

Leigutorg fyrir Grindvíkinga var opnað síðdegis og 150 íbúðir hafa verið skráðar. Fjármálaráðherra segir brýnt að kortleggja húsnæðisþörf Grindvíkinga. Við kynnum okkur leigutorgið og heyrum einnig í Víði Reynissyni hjá almannavörnum um nýtt hættumat Veðurstofunnar.

Þá kíkjum við á bókasafnið í Seljaskóla en safnstjóri kannast ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti geti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra.

Við heyrum einnig í unglingum sem fagna fyrirhugaðri seinkun á skóladeginum og verðum í beinni frá jólatrjásölu flugbjörgunarsveitarinnar – en þrátt fyrir að enn sé nokkuð í jólin eru margir farnir að huga að jólaskreytingunum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×