Innlent

Sund­laugin mjög illa farin

Atli Ísleifsson skrifar
Skipta þarf um allar hliðar á lauginni ásamt botni og dúk.
Skipta þarf um allar hliðar á lauginni ásamt botni og dúk. Árborg

Sundlaugin á Stokkseyri er mjög illa farin og er ljóst að ráðast þarf í umfangsmiklar viðferðir á kari laugarinnar. Skipta þarf um allar hliðar á lauginni ásamt botni og dúk.

Árborg

Frá þessu segir á vef sveitarfélagsins Árborgar. Sem hluti af aðhaldsaðgerðum sveitarfélagsins var ákvörðun tekin í sumarlok að hafa sundlaugina á Stokkseyri lokaða í vetur, frá 1. nóvember og fram í mars á næsta ári.

Nú er svo greint frá því að í ljós hafi komið að sundlaugarkarið sé illa farið eftir 31 árs notkun. Einnig eru birtar myndir af ástandi laugarinnar.

„Ljóst er að það þarf að fara í umfangsmeiri viðgerðir á kari sundlaugarinnar á Stokkseyri, þar sem skipta þarf um allar hliðar á lauginni ásamt botni og dúk.

Einnig verður farið í að mála potta og hugað verður að viðhaldi á öðrum þáttum á lóð og húsi sundlaugarinnar.

Sundlaugin á Stokkseyri.Vísir/Vilhelm

Framkvæmdir eru hafnar en vegna umfangs skemmda er óljóst hvenær framkvæmdum lýkur,“ segir á vef sveitarfélagsins.

Sundlaugin á Stokkseyri samanstendur af átján metra útilaug, vaðlaug og tveir heitir pottar.

Árborg

Árborg

Árborg

Árborg

Tengdar fréttir

Sundlaugin lekur

Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar á Þingeyri þar sem það lekur. Eftir að grunur kviknaði um leka var ákveðið að stöðva áfyllingu í einn sólarhring og lækkaði vatnsyfirborðið þá um 25 sentimetra. Dúkurinn er talinn ónýtur enda kominn til ára sinna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×