Rauk í burtu en skildi eftir veskið og typpateikningu í snjónum Árni Sæberg skrifar 7. desember 2023 17:02 Edda Björk Arnardóttir hefur verið afhent norskum stjórnvöldum. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Edda Björk Arnardóttir, sem þá stóð til að afhenda norskum yfirvöldum, sætti gæsluvarðhaldi á grundvelli norrænnar handtökuskipunar. Í úrskurði Landsréttar er vakin athygli á því að Edda Björk hafi vanrækt tilkynningarskyldu þegar hún sætti farbanni. Þá beið typpamynd í snjó lögreglu við eina húsleit. Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp þann 1. desember síðastliðinn en birtur í dag. Edda Björk var flutt til Noregs snemma sama dag og úrskurðurinn var kveðinn upp. Verjandi hennar gagnrýndi það harðlega að Edda Björk skyldi flutt áður en mál hennar hafði verið tekið fyrir af æðri dómstóli. Edda Björk var úrskurðuð í þrjátíu daga gæsluvarðhald við komuna til Noregs og sætir því nú í Þelamerkurfangelsi. Í úrskurðinum segir að Edda Björk hafi krafist þess að gæsluvarðhaldsúrskurður yrði felldur úr gildi á grundvelli þess að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu væri ekki bær til þess að krefjast þess að hún sætti gæsluvarðhaldi. Ríkissaksóknari fól lögreglu að krefjast gæsluvarðhalds Í niðurstöðu Landsréttar segir að fyrir réttinum lægju erindi Ríkissaksóknara, sem fer með mál samkvæmt lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar, þar sem embættið fól Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að gera kröfu um að Eddu Björk yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi eftir handtöku í því skyni að tryggja návist hennar þar til afhending á grundvelli norrænnar handtökuskipunar færi fram, samanber úrskurð Landsréttar þess efnis frá 24. nóvember. „Samkvæmt þessu verður að telja að sóknaraðili hafi til þess heimild að lögum að krefjast þess fyrir dómi að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi í því skyni sem fyrr er getið.“ Átti að tilkynna sig þrisvar í viku Þá segir í úrskurðinum að það athugist að í kjölfar þess að Eddu Björk var gert að sæta farbanni með úrskurði héraðsdóms í lok október hafi það verið fært í þingbók dómsins sú ákvörðun lögreglustjóra að Edda Björk skyldi tilkynna sig á tilgreindum dögum þrisvar sinnum í viku á lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrir liggur að það vanrækti varnaraðili ítrekað að gera, svo sem réttilega er vikið að í hinum kærða úrskurði.“ Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ljóst séð að flótti og unankoma Eddu frá málinu, sem hætta var talin á frá upphafi, hafi raungerst. Hún hafi haldið til hjá vitorðsfólki í felum fyrir lögreglu. Lögreglustjóri hafi beitt öllum tiltækum ráðum til að kortleggja ferðir hennar til að hafa uppi á henni og handtaka í samræmi við fyrirliggjandi handtökuskipun. Þá segir að lögregla hafi neyðst til að framkvæma rannsóknaraðgerðir og afla dómsúrskurða til að hafa uppi á Eddu. Í einni af þremur húsleitum lögreglu þann 25. nóvember á líklegum dvalarstöðum Eddu hafi mátt sjá öryggismyndavélar, spor frá húsinu, ófrágenginn heitan pott með nuddstillingu enn í gangi, veski Eddu á borði og önnur ummerki um að þar hefði nýlega einhver haldið til og rokið burt. Þá voru þar einnig nýlega teiknaðar myndir af getnaðarlim í snjó sem lesin voru sem skilaboð til lögreglu. Ljóst er að hinni eftirlýstu hefur verið kunnugt um að hennar væri leitað og hún hefur engan samstarfsvilja sýnt. Lögregla þekkir jafnframt til þess að fjöldi fólks hefur staðið að baki hinni eftirlýstu og aðstoðað hana við að torvelda störf lögreglu í tengslum við málið Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp þann 1. desember síðastliðinn en birtur í dag. Edda Björk var flutt til Noregs snemma sama dag og úrskurðurinn var kveðinn upp. Verjandi hennar gagnrýndi það harðlega að Edda Björk skyldi flutt áður en mál hennar hafði verið tekið fyrir af æðri dómstóli. Edda Björk var úrskurðuð í þrjátíu daga gæsluvarðhald við komuna til Noregs og sætir því nú í Þelamerkurfangelsi. Í úrskurðinum segir að Edda Björk hafi krafist þess að gæsluvarðhaldsúrskurður yrði felldur úr gildi á grundvelli þess að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu væri ekki bær til þess að krefjast þess að hún sætti gæsluvarðhaldi. Ríkissaksóknari fól lögreglu að krefjast gæsluvarðhalds Í niðurstöðu Landsréttar segir að fyrir réttinum lægju erindi Ríkissaksóknara, sem fer með mál samkvæmt lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar, þar sem embættið fól Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að gera kröfu um að Eddu Björk yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi eftir handtöku í því skyni að tryggja návist hennar þar til afhending á grundvelli norrænnar handtökuskipunar færi fram, samanber úrskurð Landsréttar þess efnis frá 24. nóvember. „Samkvæmt þessu verður að telja að sóknaraðili hafi til þess heimild að lögum að krefjast þess fyrir dómi að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi í því skyni sem fyrr er getið.“ Átti að tilkynna sig þrisvar í viku Þá segir í úrskurðinum að það athugist að í kjölfar þess að Eddu Björk var gert að sæta farbanni með úrskurði héraðsdóms í lok október hafi það verið fært í þingbók dómsins sú ákvörðun lögreglustjóra að Edda Björk skyldi tilkynna sig á tilgreindum dögum þrisvar sinnum í viku á lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrir liggur að það vanrækti varnaraðili ítrekað að gera, svo sem réttilega er vikið að í hinum kærða úrskurði.“ Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ljóst séð að flótti og unankoma Eddu frá málinu, sem hætta var talin á frá upphafi, hafi raungerst. Hún hafi haldið til hjá vitorðsfólki í felum fyrir lögreglu. Lögreglustjóri hafi beitt öllum tiltækum ráðum til að kortleggja ferðir hennar til að hafa uppi á henni og handtaka í samræmi við fyrirliggjandi handtökuskipun. Þá segir að lögregla hafi neyðst til að framkvæma rannsóknaraðgerðir og afla dómsúrskurða til að hafa uppi á Eddu. Í einni af þremur húsleitum lögreglu þann 25. nóvember á líklegum dvalarstöðum Eddu hafi mátt sjá öryggismyndavélar, spor frá húsinu, ófrágenginn heitan pott með nuddstillingu enn í gangi, veski Eddu á borði og önnur ummerki um að þar hefði nýlega einhver haldið til og rokið burt. Þá voru þar einnig nýlega teiknaðar myndir af getnaðarlim í snjó sem lesin voru sem skilaboð til lögreglu. Ljóst er að hinni eftirlýstu hefur verið kunnugt um að hennar væri leitað og hún hefur engan samstarfsvilja sýnt. Lögregla þekkir jafnframt til þess að fjöldi fólks hefur staðið að baki hinni eftirlýstu og aðstoðað hana við að torvelda störf lögreglu í tengslum við málið
Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira