Innlent

Spreyttu þig á PISA-prófinu í stærðfræðilæsi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ein af spurningunum sem börnin glímdu við í stærðfræðilæsiprófinu.
Ein af spurningunum sem börnin glímdu við í stærðfræðilæsiprófinu.

Fimmtán ára börn á Íslandi standa verr að vígi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum þegar kemur að stærðfræðilæsi. Þetta er meðal niðurstaðna í PISA-könnun sem birt var í vikunni.

66 prósent fimmtán ára nemenda á Íslandi búa yfir grunnhæfni í stærðfræðilæsi samanborið við 72 prósent á hinum Norðurlöndunum fjórum. Hlutfallið er 69 prósent í OECD-ríkjunum.

Margir hafa vafalítið velt fyrir sér hvernig spurningarnar voru sem börnin glímdu við. Að neðan má sjá dæmi um spurningarnar sem íslensku börnin þurftu að svara í stærðfræðilæsiprófinu.

1. Bílakaup

2. Sala á mynddiskum

3. Flutningabíll

4. Sólkerfi

5. Þríhyrningamynstur

6. Stig

Hægt er að spreyta sig á þessum spurningum og fleirum á gagnvirkan hátt á heimasíðu PISA með því að smella hér. Til þess að fá spurningarnar á íslensku þarf fyrst að smella á english og svo setja &lang=isl-ISL í staðinn fyrir &lang=eng-ZZZ aftast í vefslóðinni í hverri spurningu.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×