Býður öllum grunnskólabörnum á fund Árni Sæberg skrifar 7. desember 2023 14:12 Dagur heldur ansi fjölmennan fund á morgun. Vísir/arnar Borgarstjóri hefur boðað alla unglinga í grunnskólum Reykjavíkur á fund til að ræða mögulega seinkun á skólabyrjun á unglingastigi. Í fréttatilkynningu um fundinn segir að hann hefjist klukkan 10:15, á morgun föstudag. Fundurinn verði haldinn í gegnum fjarfundarbúnað og ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra verði Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í svefni og Ólöf Kristín Sívertsen frá fagskrifstofu grunnskóla í Reykjavíkurborg á fundinum. Nemendurnir sitji fundinn í sínum kennslustofum og fundurinn verði gagnvirkur þar sem unglingarnir svara spurningum um efni fundarins í snjalltækjum. Eins verði hægt að koma á framfæri spurningum og athugasemdum í gegnum kennarana sem koma þeim áfram til pallborðsins. Til skoðunar um nokkurt skeið að leyfa börnunum að sofa út Seinkun skólabyrjunar hafi verið til skoðunar um nokkurt skeið og þær tilraunir sem hafa verið gerðar gefi góða raun. Í haust hafi starfshópur verið að störfum við að móta tillögur að fyrirkomulagi seinkunar á skólabyrjun og í starfshópnum séu meðal annarra þrír fulltrúar ungmenna og það hafi reynst einstaklega vel. Ráðlagður svefntími hjá unglingum á aldrinum fjórtán til sautján ára sé átta til tíu klukkustundir á sólarhring. Þrátt fyrir aukna vitundarvakningu um mikilvægi svefns þá sofi margir unglingar of lítið og það að það fjölgi sífellt í þeim hópi á milli ára sé mikið áhyggjuefni. Á sama tíma og fleiri unglingar sofa of lítið sýni rannsóknir að andleg líðan þeirra fer versnandi en þekkt séu tengsl svefns og andlegrar heilsu. Ekki gengið á skipulagt skólastarf Í tilkynningunni segir að niðurstöður fundarins verði nýttar til að útfæra seinkun á upphafi skóladagsins. Til hliðsjónar verði rannsóknir um áhrif þessa á svefn unglinga sem þurfi að útfæra í takt við Menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast, svo breytingarnar styðji við nám, lýðheilsu og góðan skólabrag. Hugað verði að því að ekki verði gengið á skipulagt skólastarf eða ákvæði í námskrá. Það sé til dæmis hægt að gera með nánara samspili skóla- og frístundastarfs og þeirra sem veita frístundaþjónustu eins og íþróttafélög. Eins þurfi að huga að því hvernig breytingarnar geti komið til móts við óskir skólastjórnenda og starfsfólks um undirbúningstíma fyrir eða eftir skipulagðan skóladag. Skóla - og menntamál Grunnskólar Svefn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Í fréttatilkynningu um fundinn segir að hann hefjist klukkan 10:15, á morgun föstudag. Fundurinn verði haldinn í gegnum fjarfundarbúnað og ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra verði Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í svefni og Ólöf Kristín Sívertsen frá fagskrifstofu grunnskóla í Reykjavíkurborg á fundinum. Nemendurnir sitji fundinn í sínum kennslustofum og fundurinn verði gagnvirkur þar sem unglingarnir svara spurningum um efni fundarins í snjalltækjum. Eins verði hægt að koma á framfæri spurningum og athugasemdum í gegnum kennarana sem koma þeim áfram til pallborðsins. Til skoðunar um nokkurt skeið að leyfa börnunum að sofa út Seinkun skólabyrjunar hafi verið til skoðunar um nokkurt skeið og þær tilraunir sem hafa verið gerðar gefi góða raun. Í haust hafi starfshópur verið að störfum við að móta tillögur að fyrirkomulagi seinkunar á skólabyrjun og í starfshópnum séu meðal annarra þrír fulltrúar ungmenna og það hafi reynst einstaklega vel. Ráðlagður svefntími hjá unglingum á aldrinum fjórtán til sautján ára sé átta til tíu klukkustundir á sólarhring. Þrátt fyrir aukna vitundarvakningu um mikilvægi svefns þá sofi margir unglingar of lítið og það að það fjölgi sífellt í þeim hópi á milli ára sé mikið áhyggjuefni. Á sama tíma og fleiri unglingar sofa of lítið sýni rannsóknir að andleg líðan þeirra fer versnandi en þekkt séu tengsl svefns og andlegrar heilsu. Ekki gengið á skipulagt skólastarf Í tilkynningunni segir að niðurstöður fundarins verði nýttar til að útfæra seinkun á upphafi skóladagsins. Til hliðsjónar verði rannsóknir um áhrif þessa á svefn unglinga sem þurfi að útfæra í takt við Menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast, svo breytingarnar styðji við nám, lýðheilsu og góðan skólabrag. Hugað verði að því að ekki verði gengið á skipulagt skólastarf eða ákvæði í námskrá. Það sé til dæmis hægt að gera með nánara samspili skóla- og frístundastarfs og þeirra sem veita frístundaþjónustu eins og íþróttafélög. Eins þurfi að huga að því hvernig breytingarnar geti komið til móts við óskir skólastjórnenda og starfsfólks um undirbúningstíma fyrir eða eftir skipulagðan skóladag.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Svefn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira