Innlent

Ríkis­sátta­semjari boðar til fundar í deilu flug­um­ferðar­stjóra

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Ef af verkfalli flugumferðarstjóra verður stöðvast flugumferð meðal annars um Keflavíkurflugvöll.
Ef af verkfalli flugumferðarstjóra verður stöðvast flugumferð meðal annars um Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm

Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar samningsaðila í kjaraviðræðum Félags flugumferðarstjóra og Isavia klukkan eitt í Karphúsinu á morgun.

Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði.

Samtök atvinnulífsins sjá um að semja fyrir hönd Isavia og sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við fréttastofu fyrr í dag að fráleitt sé að flugumferðarstjórar boði nú til þriðja verkfallsins á fimm árum á meðan unnið sé að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins.


Tengdar fréttir

Gæfi flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fráleitt að flugumferðarstjórar boði nú til þriðja verkfallsins á fimm árum á meðan unnið sé að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins.

Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku

Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×