Innlent

Milljóna­sekt fyrir lyfja­smygl

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn var með efnin falin innan klæða við komuna til landsins.
Maðurinn var með efnin falin innan klæða við komuna til landsins. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða tæplega 1,1 milljón króna í sekt fyrir að hafa staðið að ólöglegu lyfjasmygli með því að flytja á annað hundrað töflur af ávana- og fíknilyfinu Alprazolam Krka til landsins með flugi.

Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi flutt efnin, 103 töflur, til landsins með flugi þann 7. júní síðastliðinn. Tollverðir á Keflavíkurflugvelli hafi fundið efnin innan klæða við leit á manninum. Alprazolam Krka er róandi og kvíðastillandi lyf sem er lyfseðilsskylt hér á landi.

Maðurinn sótt ekki þing og var því dæmdur að honum fjarstöddum enda kom fram í fyrirkalli að fjarvist yrði metin til jafns við að hann viðurkenndi brotið sem hann var ákærður fyrir.

Dómari taldi sannað að maðurinn hafi framið brotið og við mat á refsingu var tekið tillit til þess að samkvæmt sakavottorði hefði honum ekki áður verið gerð refsing. Þótti hæfileg refsing vera 1.080.000 króna sekt til ríkissjóðs. Þá voru lyfin sem hann flutti til landsins gerð upptæk.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×