Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. desember 2023 21:40 Upplýsingafulltrúi Play segir ferðaþjónustuna ekki mega við fyrirhuguðu verkfalli. Vísir/Vilhelm Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Verkfallið mun hafa mikil áhrif á starfsemi félaganna, en eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að fljúga án starfandi flugumferðarstjórnar. „Í fyrsta lagi berum við virðingu fyrir kjarabaráttu og réttinum til að standa í henni. Það er augljóst að það er slæmt að samningar hafi verið lausir svona lengi. En það er alveg ljóst að þetta kemur á versta tíma fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. Þetta er gagngert sett upp til að raska starfsemi flugfélaganna mjög mikið,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Haft meiri áhrif en fólk átti sig á Birgir útskýrir að jarðhræringar á Reykjanesskaga hafi haft mikil áhrif á eftirspurn eftir komu til Íslands. Hann segir ferðaþjónustuna ekki eiga við verkföllunum. „Þetta hefur verið miklu þyngra en ég held að fólk geri sér grein fyrir. Þetta kemur á gríðarlega vondum tíma og ég vona innilega að aðilar nái saman og það komi ekki til þess að vinnustöðvun verði,“ segir hann og tekur fram að hann óttist um áhrifin á íslenska ferðaþjónustu í heild sinni. Aðspurður um hvort markmiðið verkfallsins komist ekki til skila verði áhrifin þau sem Birgir lýsi segir hann svo vera, en bendir á að stóru flugfélögin séu ekki viðsemjendurnir í kjaradeilunni. „Við erum bara fórnarlömbin í þessu, og farþegar okkar, hótelin, og ferðaþjónustan á Íslandi,“ segir hann og ítrekar að hann beri virðingu fyrir kjarabaráttunni. „En það er mjög sárt að verða fyrir skaða, því ferðaþjónustan og flugfélögin mega ekki við því.“ Vonar að samningar náist Guðni Sigurðsson, hjá samskiptasviði Icelandair, segir í samtali við fréttastofu að flugfélagið skoði nú stöðuna og skipuleggi hvernig hægt sé að bregðast við breyttri flugdagskrá. Unnið sé að því koma dagskránni þannig fyrir að hún hafi áhrif á sem fæsta farþega. Hann tekur fram, líkt og Birgir, að hann vonist til að samningar milli flugumferðarstjóra og Isavia takist áður en að komi til verkfalla. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Fréttir af flugi Play Icelandair Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Verkfallið mun hafa mikil áhrif á starfsemi félaganna, en eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að fljúga án starfandi flugumferðarstjórnar. „Í fyrsta lagi berum við virðingu fyrir kjarabaráttu og réttinum til að standa í henni. Það er augljóst að það er slæmt að samningar hafi verið lausir svona lengi. En það er alveg ljóst að þetta kemur á versta tíma fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. Þetta er gagngert sett upp til að raska starfsemi flugfélaganna mjög mikið,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Haft meiri áhrif en fólk átti sig á Birgir útskýrir að jarðhræringar á Reykjanesskaga hafi haft mikil áhrif á eftirspurn eftir komu til Íslands. Hann segir ferðaþjónustuna ekki eiga við verkföllunum. „Þetta hefur verið miklu þyngra en ég held að fólk geri sér grein fyrir. Þetta kemur á gríðarlega vondum tíma og ég vona innilega að aðilar nái saman og það komi ekki til þess að vinnustöðvun verði,“ segir hann og tekur fram að hann óttist um áhrifin á íslenska ferðaþjónustu í heild sinni. Aðspurður um hvort markmiðið verkfallsins komist ekki til skila verði áhrifin þau sem Birgir lýsi segir hann svo vera, en bendir á að stóru flugfélögin séu ekki viðsemjendurnir í kjaradeilunni. „Við erum bara fórnarlömbin í þessu, og farþegar okkar, hótelin, og ferðaþjónustan á Íslandi,“ segir hann og ítrekar að hann beri virðingu fyrir kjarabaráttunni. „En það er mjög sárt að verða fyrir skaða, því ferðaþjónustan og flugfélögin mega ekki við því.“ Vonar að samningar náist Guðni Sigurðsson, hjá samskiptasviði Icelandair, segir í samtali við fréttastofu að flugfélagið skoði nú stöðuna og skipuleggi hvernig hægt sé að bregðast við breyttri flugdagskrá. Unnið sé að því koma dagskránni þannig fyrir að hún hafi áhrif á sem fæsta farþega. Hann tekur fram, líkt og Birgir, að hann vonist til að samningar milli flugumferðarstjóra og Isavia takist áður en að komi til verkfalla. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Fréttir af flugi Play Icelandair Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira