Lífið

Ár mikilla tíma­móta hjá Berglindi og Daníel

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Daníel og Berglind giftu sig 1. desember á Akureyri.
Daníel og Berglind giftu sig 1. desember á Akureyri. Skjáskot

Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og Daníel Matthíasson verkefnastjóri giftu sig á föstudaginn á Akureyri. Þau greina frá tíðindunum á samfélagsmiðlum.

Það er skammt stórra högga á milli hjá hjónunum sem eignuðust sitt fyrsta barn saman á dögunum. Sá litli fékk nafnið Anton Breki Daníelsson. Fyrir á Berglind Ósk barn úr fyrra sambandi. Emilíu Margréti sjö ára. 

Hamingjuóskum rignir yfir hjónin nýbökuðu á samfélagsmiðlum.

Parið hefur verið saman um nokkurra ára skeið og trúlofaði sig 2. september síðastliðinn. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


×