Náðist ekki að láta vita af Grindvíkingum í eitt skipti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2023 06:17 Frá sumarbústaðahverfi í Grímsnesi. Vísir/Vilhelm Hátt í þrjúhundruð félagsmenn Eflingar fengu bókanir sínar á orlofsbústað félagsins felldar niður þegar félagið bauð Grindvíkingum bústaðina eftir að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn. Greiðlega gekk að ná í félagsfólk til að láta vita, utan eins skiptis. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Perlu Ösp Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Eflingar til Vísis. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur það gerst í eitt skiptið að fjölskylda sem hafði bústað á leigu mætti í sumarbústað þegar hún komst að því að bústaðurinn var þegar á útleigu. Félagsfólk sýnt mikinn skilning „Þann 11. nóvember sl. barst stéttarfélögum, fyrir milligöngu ASÍ, beiðni frá stjórnvöldum að losa orlofshús fyrir Grindvíkinga í kjölfar rýmingar Grindavíkur. Stjórn Eflingar samþykkti að leggja tímabundið til 25 af 73 orlofseignum Eflingar sem neyðarúrræði fyrir Grindvíkinga fram yfir hátíðarnar,“ segir í svörum Eflingar til fréttastofu. Eins og alkunna er er enn óvissuástand í Grindavík og bærinn rýmdur. 1200 heimili mannlaus og 3800 Grindvíkingar dveljast annars staðar en heima hjá sér. „Starfsfólk Eflingar kappkostaði við að hafa samband við allt félagsfólk sem hafði leigt umrædd 25 orlofshús á þessu tímabili til að upplýsa um afbókun og endurgreiðslu. Birtar hafa verið fréttir á vef Eflingar og haft samband með síma eða tölvupósti.“ Félagsfólk Eflingar hafi sýnt beiðninni mikinn skilning og Grindvíkingum samhug vegna þeirri erfiðu aðstæðna sem nú er uppi í húsnæðismálum. „Í heildina voru þetta rúmlega 280 niðurfellingar og endurgreiðslur sem framkvæmdar voru á mjög skömmum tíma. Greiðlega hefur gengið að ná í félagsfólk og endurgreiða til þessa að undanskildu einu atviki.“ Perla segir að úthlutanir sumarhúsanna hafi verið á vegum Rauða krossins. Þá hafi framkvæmdasýsla ríkisins verið tengiliður stéttarfélaga í verkefninu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Perlu Ösp Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Eflingar til Vísis. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur það gerst í eitt skiptið að fjölskylda sem hafði bústað á leigu mætti í sumarbústað þegar hún komst að því að bústaðurinn var þegar á útleigu. Félagsfólk sýnt mikinn skilning „Þann 11. nóvember sl. barst stéttarfélögum, fyrir milligöngu ASÍ, beiðni frá stjórnvöldum að losa orlofshús fyrir Grindvíkinga í kjölfar rýmingar Grindavíkur. Stjórn Eflingar samþykkti að leggja tímabundið til 25 af 73 orlofseignum Eflingar sem neyðarúrræði fyrir Grindvíkinga fram yfir hátíðarnar,“ segir í svörum Eflingar til fréttastofu. Eins og alkunna er er enn óvissuástand í Grindavík og bærinn rýmdur. 1200 heimili mannlaus og 3800 Grindvíkingar dveljast annars staðar en heima hjá sér. „Starfsfólk Eflingar kappkostaði við að hafa samband við allt félagsfólk sem hafði leigt umrædd 25 orlofshús á þessu tímabili til að upplýsa um afbókun og endurgreiðslu. Birtar hafa verið fréttir á vef Eflingar og haft samband með síma eða tölvupósti.“ Félagsfólk Eflingar hafi sýnt beiðninni mikinn skilning og Grindvíkingum samhug vegna þeirri erfiðu aðstæðna sem nú er uppi í húsnæðismálum. „Í heildina voru þetta rúmlega 280 niðurfellingar og endurgreiðslur sem framkvæmdar voru á mjög skömmum tíma. Greiðlega hefur gengið að ná í félagsfólk og endurgreiða til þessa að undanskildu einu atviki.“ Perla segir að úthlutanir sumarhúsanna hafi verið á vegum Rauða krossins. Þá hafi framkvæmdasýsla ríkisins verið tengiliður stéttarfélaga í verkefninu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira