Innlent

Börn 40 prósent for­eldra á Ís­landi hafa fengið kar­töflu í skóinn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kerti, spil eða kartöflur?
Kerti, spil eða kartöflur? Getty

Um 40 prósent foreldra á Íslandi eiga barn eða börn sem hafa fengið kartöflu í skóinn. Þetta eru niðurstöður nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Foreldrar eldri en 40 ára eru mun líklegri en yngri foreldrar til að eiga börn sem hafa fengið kartöflu í skóinn.

Spurt var: Hefur barn þitt einhvern tímann fengið kartöflu í skóinn?

Fólk var beðið um að svara einnig um uppkomin börn og svara játandi þótt aðeins eitt systkina hefði fengið kartöflu í skóinn.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru börn á landsbyggðinni líklegri til að hafa fengið kartöflu í skóinn en börn á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru börn kjósenda Sósíalistaflokksins líklegust til að hafa fengið kartöflu í skóinn.

Hefur barn þitt einhvern tímann fengið kartöflu í skóinn?Gallup


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×