Innlent

Að­gengi á­bóta­vant þegar verð­laun fyrir aðgengisbaráttu voru veitt

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Degi Steini Elfu Ómarssyni voru veitt verðlaun fyrir baráttu sína í þágu aðgengis fatlaðra en það var enginn rampur upp á sviðið.
Degi Steini Elfu Ómarssyni voru veitt verðlaun fyrir baráttu sína í þágu aðgengis fatlaðra en það var enginn rampur upp á sviðið.

Dagur Steinn Ómarsson hlaut í dag Múrbrjót Þroskahjálpar fyrir baráttu sína fyrir bættu aðgengi fatlaðs fólks á Þjóðhátíð. Það varpaði þó skugga á gleðina að aðgengi fyrir hann og annað fatlað fólk á athöfninni sem haldin var í Þjóðleikhúsinu var afleitt og enginn rampur fyrir hann upp á sviðið.

Múrbrjóturinn er árleg viðurkenning Landssamtakanna Þroskahjálp í tengslum við alþjóðadag fatlaðs fólks og var það Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra sem veitti verðlaunin að þessu sinni.

Dagur Steinn sér um hlaðvarpið Flogakastið þar sem hann tekur fyrir ýmis mál sem varða fatlað fólk. Hann hefur þar og á samfélagsmiðlum gagnrýnt stjórnvöld og barist fyrir aðgengi fatlaðra á ýmsum vettvöngum.

Í aðsendu myndbandi af verðlaunaafhendingunni sést hópur manna í erfiðleikum með að hífa Dag, sem er í hjólastól vegna fötlunar, upp á sviðið. Það þegar var verið að veita honum verðlaun fyrir baráttu fyrir aðgengi fatlaðra.

Dagur sagði á meðan honum var komið upp á sviðið til að taka við verðlaununum að hann skyldi ganga í málið. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×