Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Stríðsástand ríkir á sjúkrahúsi í suðurhluta Gasa eftir loftárásir Ísraelsmanna í dag, að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á vettvangi. Örvæntingin sé mun sárari en hann hafi áður séð í stríðinu. Ísraelsmenn segjast munu herða árásir sínar en varaforseti Bandaríkjanna segir þá ekki gera nóg til að hlífa almennum borgurum. Við fjöllum um ástandið á Gasa í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Fatlaður umsækjandi um alþjóðlega vernd yfirgaf landið í gær þar sem fjölskyldu hans, sem hann er háður vegna fötlunar sinnar, var vikið úr landi. Formaður Öryrkjabandalagsins, sem fundaði nýlega með ráðherra og hagsmunasamtökum vegna málsins, segir framkvæmd þess ömurlega.

Þá förum við til Parísar þar sem þýskur ferðamaður var stunginn til bana í árás í miðborginni í gær. Leigubílstjóri sem kom aðvífandi kom eiginkonu fórnarlambsins til bjargar, að sögn innanríkisráðherra Frakklands.

Sautján ára stúlka sem er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna segist aldrei hafa átt von á viðlíka viðtökum við fyrstu bók sinni. Hún er sú yngsta í sögunni sem hlýtur tilnefningu til þessara virtu verðlauna.

Þá sýnum við frá tendrun Oslóartrésins á Austurvelli í dag og verðum í beinni frá Háteigskirkju, þar sem Páll Óskar og Monika halda tuttugu ára afmælistónleika. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×