Allt að sex ára fangelsisdómar í stóra skútumálinu Jón Þór Stefánsson og Árni Sæberg skrifa 4. desember 2023 14:59 Poul, Jonaz og Henry sögðust ekki hafa vitað af hassinu. Vísir/Vilhelm Þrír danskir ríkisborgarar voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að standa að innflutningi á 157 kílóum af hassi. Þeir sigldu frá Danmörku að Íslandi, þar sem fíkniefnin fundust, en þeir höfðu ætlað sér með þau til Grænlands. Tveir mannanna, sem báðir eru af grænlenskum uppruna, voru í skútunni. Það eru Poul Frederik Olsen 54 ára, sem hlaut sex ára fangelsisdóm, og Henry Fleischer 34 ára, sem hlaut fimm ára dóm. Þriðji maðurinn, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, var dæmdur í átján mánaða fangelsi, en hann kom til Íslands til að aðstoða hina tvo. Dómarnir þrír eru allir óskilorðsbundnir. Til frádráttar fangelsisvistinni kemur óslitið gæsluvarðhald sem mennirnir hafa sætt frá 24. júní síðastliðnum. Þeir voru dæmdir til að greiða á bilinu þrjár til fimm milljónir króna í málskostnað sem og óskipt fjórar milljónir króna í annan sakarkostnað. Þá var fallist á upptökukröfu eins og hún var sett fram í ákæru. Í aðalmeðferð málsins viðurkenndu mennirnir að miklu leyti sinn þátt í smyglinu, en vildu þó meina að þeir hefðu ekki verið meðvitaðir um fíkniefnin í skútunni. Eitthvað illt um borð í skútunni Poul hélt því fram að hann hefði verið ómeðvitaður um efnin. Leynihólf hefði verið útbúið í skútunni þegar hann hafi verið fjarverandi. Hólfið hafi vakið athygli hans og hann reynt að skoða það, en ekki tekist það almennilega. Efnin fundust í umræddu leynihólfi. Hann viðurkenndi að í sjóferðinni hefði hann verið taugaveiklaður vegna hólfsins. Honum hafi liðið eins og það væri eitthvað illt innan í því. Honum hefði þó ekki órað fyrir því að um borð væru fíkniefni. Líklegra væri að sælgæti, tóbak eða áfengi væru þar. Fyrir dómi sýndi saksóknari Henry Fleischer mynd sem fannst í síma hans. Myndin var óskýr, en sýndi eitthvað sem svipaði til pakkninganna sem hassið fannst í. Pakkningarnar á myndinni voru svartar, hver og ein með eins konar merkimiða límdan eða festan á sig. Þessir miðar á pakkningunum voru margir og ólíkir. Erfitt var að greina hvað væri á þeim. Henry sagðist hafa fengið ljósmyndina, sem virtist sýna pakkningarnar, senda í gegnum Messenger og sagðist ekki vita hvers vegna. Þá gat hann ekki sagt hvað var á henni. Sagði Íslandsförina leggja líf sitt í rúst Jonaz viðurkenndi í aðalmeðferð málsins að það hafi verið heimskulegt af hans hálfu að fara til Íslands. Hann vildi þó meina að hann hefði ekki farið hefði hann vitað af fíkniefnunum. „Þetta hefur kostað mig íbúð, bíl, vináttu og eiginlega allt sem ég átti heima, líka vinnuna,“ sagði hann og bætti við að samband hans við kærustu sína væri í lausu lofti. Aðspurður um hvers vegna hann hafi farið í ferðina sagðist Jonaz hafa vonast eftir því að fá eitthvað fyrir sinn þátt. Hann sagði sig og kærustu sína hafa lent í útistöðum við óprúttna aðila, vegna þess að hann hafi „tekið“ kærustuna af einum þeirra. Svo virðist sem Jonaz hafi staðið í þeirri trú um að hann myndi leysa þessar deilur með Íslandsförinni. Samskipti milli hans og kærustunnar voru reifuð fyrir dómi. „Þú gerir bara það sem þú þarft að gera, ástin mín,“ voru á meðal skilaboð hennar til hans. Dómsmál Skútumálið 2023 Fíkniefnabrot Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Þeir sigldu frá Danmörku að Íslandi, þar sem fíkniefnin fundust, en þeir höfðu ætlað sér með þau til Grænlands. Tveir mannanna, sem báðir eru af grænlenskum uppruna, voru í skútunni. Það eru Poul Frederik Olsen 54 ára, sem hlaut sex ára fangelsisdóm, og Henry Fleischer 34 ára, sem hlaut fimm ára dóm. Þriðji maðurinn, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, var dæmdur í átján mánaða fangelsi, en hann kom til Íslands til að aðstoða hina tvo. Dómarnir þrír eru allir óskilorðsbundnir. Til frádráttar fangelsisvistinni kemur óslitið gæsluvarðhald sem mennirnir hafa sætt frá 24. júní síðastliðnum. Þeir voru dæmdir til að greiða á bilinu þrjár til fimm milljónir króna í málskostnað sem og óskipt fjórar milljónir króna í annan sakarkostnað. Þá var fallist á upptökukröfu eins og hún var sett fram í ákæru. Í aðalmeðferð málsins viðurkenndu mennirnir að miklu leyti sinn þátt í smyglinu, en vildu þó meina að þeir hefðu ekki verið meðvitaðir um fíkniefnin í skútunni. Eitthvað illt um borð í skútunni Poul hélt því fram að hann hefði verið ómeðvitaður um efnin. Leynihólf hefði verið útbúið í skútunni þegar hann hafi verið fjarverandi. Hólfið hafi vakið athygli hans og hann reynt að skoða það, en ekki tekist það almennilega. Efnin fundust í umræddu leynihólfi. Hann viðurkenndi að í sjóferðinni hefði hann verið taugaveiklaður vegna hólfsins. Honum hafi liðið eins og það væri eitthvað illt innan í því. Honum hefði þó ekki órað fyrir því að um borð væru fíkniefni. Líklegra væri að sælgæti, tóbak eða áfengi væru þar. Fyrir dómi sýndi saksóknari Henry Fleischer mynd sem fannst í síma hans. Myndin var óskýr, en sýndi eitthvað sem svipaði til pakkninganna sem hassið fannst í. Pakkningarnar á myndinni voru svartar, hver og ein með eins konar merkimiða límdan eða festan á sig. Þessir miðar á pakkningunum voru margir og ólíkir. Erfitt var að greina hvað væri á þeim. Henry sagðist hafa fengið ljósmyndina, sem virtist sýna pakkningarnar, senda í gegnum Messenger og sagðist ekki vita hvers vegna. Þá gat hann ekki sagt hvað var á henni. Sagði Íslandsförina leggja líf sitt í rúst Jonaz viðurkenndi í aðalmeðferð málsins að það hafi verið heimskulegt af hans hálfu að fara til Íslands. Hann vildi þó meina að hann hefði ekki farið hefði hann vitað af fíkniefnunum. „Þetta hefur kostað mig íbúð, bíl, vináttu og eiginlega allt sem ég átti heima, líka vinnuna,“ sagði hann og bætti við að samband hans við kærustu sína væri í lausu lofti. Aðspurður um hvers vegna hann hafi farið í ferðina sagðist Jonaz hafa vonast eftir því að fá eitthvað fyrir sinn þátt. Hann sagði sig og kærustu sína hafa lent í útistöðum við óprúttna aðila, vegna þess að hann hafi „tekið“ kærustuna af einum þeirra. Svo virðist sem Jonaz hafi staðið í þeirri trú um að hann myndi leysa þessar deilur með Íslandsförinni. Samskipti milli hans og kærustunnar voru reifuð fyrir dómi. „Þú gerir bara það sem þú þarft að gera, ástin mín,“ voru á meðal skilaboð hennar til hans.
Dómsmál Skútumálið 2023 Fíkniefnabrot Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira