Lífið

Love Island stjarna situr fyrir hjá ís­lensku fyrir­tæki

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Leah Taylor er einkar glæsileg með skartgripi 1104 by MAR.
Leah Taylor er einkar glæsileg með skartgripi 1104 by MAR. 1104 BY MAR

Breska Love Island stjarnan Leah Taylor situr fyrir hjá íslenska skartgripamerkinu 1104 by MAR. Dagmar Mýrdal, sem er eigandi merkisins, segir um að ræða mikinn heiður.

Íslenska skartgripamerkið hefur farið mikinn undanfarið ár og öðlast vaxandi vinsælda. Dagmar segir bresku stjörnuna smellpassa í auglýsingar fyrir skartgripi 1104 by MAR.

Leah tók þátt í síðustu seríu af raunveruleikaþáttunum Love Island. Í þáttunum leitar fallegasta fólk Bretlandseyja að ástinni. Leah öðlaðist mikla frægð eftir að hafa tekið þátt í nýjustu seríunni, þó henni hafi gengið erfiðlega að finna ástina. Hún er með um hálfa milljón fylgjenda á miðlunum.

„Þetta er auðvitað risa stórt fyrir okkar merki og við erum gríðarlega ánægð með þetta. Hún tikkar í öll okkar box,“ segir Dagmar í samtali við Vísi. Hún segist sjálf vera aðdáandi raunveruleikaþáttanna og segir ljóst að Leah hafi þar vakið mikla athygli.

„Hún var mjög vinsæl í þáttunum og maður tók alveg eftir því að hún klæddi sig alltaf gífurlega vel og var virkilega flott týpa. Svo hefur hún verið dugleg að miðla skemmtilegu efni á miðlunum og hennar ímynd hentar okkar vörumerki virkilega vel.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


×