Mál Eddu hljóti að vera einsdæmi Bjarki Sigurðsson skrifar 3. desember 2023 15:31 Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins (t.v.), hefur lagt fram fyrirspurn vegna máls Eddu Bjarkar Arnardóttur (t.h.). Vísir/Vilhelm/Magnús Hlynur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn varðandi handtöku og afhendingu á íslenskum ríkisborgurum, vegna máls Eddu Bjarkar Arnardóttur sem var nýlega framseld til Noregs. Þingmaðurinn telur að málið hljóti að vera einsdæmi. Edda Björk var úrskurðuð í mánaðarlangt gæsluvarðhald í Noregi í gær. Edda var á föstudag framseld til Noregs en hún hafði verið í haldi lögreglu hér á landi í þrjá daga. Þar er stefnt á að hún svari til saka í máli tengdu forræðisdeilu hennar við barnsföður sinn. Nú er Edda í mánaðarlöngu gæsluvarðhaldi í Telemark-kvennafangelsinu þar sem hún bíður réttarhalda. Ekki vitað hvenær réttarhöldin fara fram Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn tengda máli Eddu til dómsmálaráðherra. Hún telur mál Eddu vera fordæmalaust þar sem hún skilji ekki ákvörðun ríkissaksóknara um að afhenda hana, séu til fordæmi. „Þetta mál er þannig vaxið að íslenskur ríkisborgari er afhentur úr landi ótímabundið vegna ótilgreindra réttarhalda sem er ekki komin dagsetning á. Ég held það sé fullt tilefni til þess að við fáum að vita nákvæmlega hvernig framkvæmdin á þessu hefur verið. Hvaða skilyrði, ef einhver, hafa verið sett í gegnum tíðina, gagnvart slíkri afhendingu,“ segir Diljá Mist. Rík eftirlitsskylda Hún segir dómsmálaráðherra auðvitað ekki geta aðhafst í einstaka málum, hins vegar beri bæði ráðherra og þingmönnum skylda að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld fari að lögum. „Að íslenskur ríkisborgari sé afhentur með svona miklum hraða til þess að mæta við réttarhöld, því þessi tiltekni ríkisborgari hefur ekki verið dæmdur fyrir brot í þessu máli sem er til meðferðar í Noregi. Þetta hlýtur að vera einsdæmi að íslenskur ríkisborgari sé afhentur svona út í óvissuna án nokkurra skilyrða eða kvaða frá íslenska ríkinu. Þannig ég held það sé fullt tilefni til að skoða hvort þetta sé venjan, hvort svona sé meðferðin á íslenskum ríkisborgurum alla jafna. Og ef ekki, hvað þá veldur því að þetta mál fær sérstaka meðferð í kerfinu,“ segir Diljá Mist. Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28 Ekki á færi sýslumanns að láta lýsa eftir börnunum Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Kristinsdóttir, segir það ekki á dagskrá embættisins að óska þess að lögreglan lýsi eftir börnum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Það sé ekki á valdi embættisins. 1. desember 2023 17:11 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Edda var á föstudag framseld til Noregs en hún hafði verið í haldi lögreglu hér á landi í þrjá daga. Þar er stefnt á að hún svari til saka í máli tengdu forræðisdeilu hennar við barnsföður sinn. Nú er Edda í mánaðarlöngu gæsluvarðhaldi í Telemark-kvennafangelsinu þar sem hún bíður réttarhalda. Ekki vitað hvenær réttarhöldin fara fram Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn tengda máli Eddu til dómsmálaráðherra. Hún telur mál Eddu vera fordæmalaust þar sem hún skilji ekki ákvörðun ríkissaksóknara um að afhenda hana, séu til fordæmi. „Þetta mál er þannig vaxið að íslenskur ríkisborgari er afhentur úr landi ótímabundið vegna ótilgreindra réttarhalda sem er ekki komin dagsetning á. Ég held það sé fullt tilefni til þess að við fáum að vita nákvæmlega hvernig framkvæmdin á þessu hefur verið. Hvaða skilyrði, ef einhver, hafa verið sett í gegnum tíðina, gagnvart slíkri afhendingu,“ segir Diljá Mist. Rík eftirlitsskylda Hún segir dómsmálaráðherra auðvitað ekki geta aðhafst í einstaka málum, hins vegar beri bæði ráðherra og þingmönnum skylda að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld fari að lögum. „Að íslenskur ríkisborgari sé afhentur með svona miklum hraða til þess að mæta við réttarhöld, því þessi tiltekni ríkisborgari hefur ekki verið dæmdur fyrir brot í þessu máli sem er til meðferðar í Noregi. Þetta hlýtur að vera einsdæmi að íslenskur ríkisborgari sé afhentur svona út í óvissuna án nokkurra skilyrða eða kvaða frá íslenska ríkinu. Þannig ég held það sé fullt tilefni til að skoða hvort þetta sé venjan, hvort svona sé meðferðin á íslenskum ríkisborgurum alla jafna. Og ef ekki, hvað þá veldur því að þetta mál fær sérstaka meðferð í kerfinu,“ segir Diljá Mist.
Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28 Ekki á færi sýslumanns að láta lýsa eftir börnunum Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Kristinsdóttir, segir það ekki á dagskrá embættisins að óska þess að lögreglan lýsi eftir börnum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Það sé ekki á valdi embættisins. 1. desember 2023 17:11 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28
Ekki á færi sýslumanns að láta lýsa eftir börnunum Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Kristinsdóttir, segir það ekki á dagskrá embættisins að óska þess að lögreglan lýsi eftir börnum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Það sé ekki á valdi embættisins. 1. desember 2023 17:11
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent