Ekki á færi sýslumanns að láta lýsa eftir börnunum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. desember 2023 17:11 Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður segir mál Eddu Bjarkar á þeim stað sem það er vegna þess að hún hlýti ekki lögum. Stöð 2 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Kristinsdóttir, segir það ekki á dagskrá embættisins að óska þess að lögreglan lýsi eftir börnum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Það sé ekki á valdi embættisins. Þrír drengir Eddu Bjarkar eru týndir en sagðir í „öruggum höndum“ af bæði lögmanni hennar og ættingjum. Drengirnir eru tíu ára og svo þrettán ára tvíburar. Enn á að fara fram aðfaraaðgerð til að koma drengjunum í umsjá föður þeirra en Sigríður segir hana ekki geta farið fram á meðan drengirnir eru týndir. Sýslumaður sér um að framkvæma slíkar aðgerðir. Edda var síðdegis í dag flutt úr fangelsinu á Hólmsheiði af norskum yfirvöldum sem munu flytja hana til Noregs þar sem hún á að mæta í þingfestingu. Þar á hún að svara fyrir þær sakir að hafa flutt þrjá drengi sína til Íslands í mars í fyrra en faðir drengjanna fer með forsjá þeirra. Hún mátti því ekki taka þá til Íslands. Landsréttur kvað upp úrskurð síðdegis í dag er varðar gæsluvarðhald Eddu Bjarkar og er því ákvörðun um framsal hennar orðin endanleg samkvæmt lögum. „Við beitum okkur ekki nema við fáum ábendingar um hvar börnin eru. En það er ekkert að frétta hjá okkur eins og er,“ segir Sigríður í samtali við fréttastofu. Spurð hvort að farið hafi fram mat á vilja barnanna fyrir aðfararaðgerðina sem átti að fara fram í október síðastliðnum segir Sigríður að það sé niðurstaða komin í málinu. „Það er komin dómsniðurstaða sem segir að þetta eigi að vera svona og við höfum ekki heimild til að fara í endurmat á því. Við höfum það hlutverk að tryggja að dómurinn verði fullnustaður og að farið sé farið eftir niðurstöðu hans.“ Hún segir að embættið framkvæmi aðgerðir sem þessar ávallt þannig að þær hafi sem minnst áhrif á börn og að þeirra hagsmuna sé gætt. Það sé niðurstaða tveggja dómsstiga að föður sé heimilt að taka börnin úr umráðum móður vegna þess að honum hafi verið úrskurðuð forsjá þeirra. En finnst þér kerfið virka þegar þetta endar svona? „Kerfið er að virka, en þegar fólk sættir sig ekki við niðurstöðu dómstóla þá verður það til þess að við lendum á þessum stað,“ segir Sigríður og ítrekar að hlutverk sýslumanns sé að koma á lögmætu ástandi. „Það er ólögmætt ástand núna, þegar börnin eru ekki þar sem þau eiga að vera samkvæmt dómi. Þetta ástand er vegna þess að dómsorði er ekki hlýtt en þetta eru auðvitað erfiðustu málin sem við tökumst á við. Það er alltaf betra að ekki þurfi að koma til svona aðgerða.“ Fjölskyldumál Dómsmál Noregur Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Deilur skuli útkljáðar fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði Formaður Lögmannafélags Íslands segir að þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða norskra dómstóla um að faðir barna Eddu Bjarkar Arnardóttur skuli fara með forsjá þeirra, þýði það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. 1. desember 2023 12:24 Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37 „Höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna“ Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, segir Eddu finna fyrir miklum meðbyr. Allt að tuttugu bílar stilltu sér upp við fangelsið að Hólmsheiði í nótt til að mótmæla brottför hennar til Noregs áður en úrskurður Landsréttar hvað varðar gæsluvarðhald hennar liggur fyrir. 1. desember 2023 11:25 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Þrír drengir Eddu Bjarkar eru týndir en sagðir í „öruggum höndum“ af bæði lögmanni hennar og ættingjum. Drengirnir eru tíu ára og svo þrettán ára tvíburar. Enn á að fara fram aðfaraaðgerð til að koma drengjunum í umsjá föður þeirra en Sigríður segir hana ekki geta farið fram á meðan drengirnir eru týndir. Sýslumaður sér um að framkvæma slíkar aðgerðir. Edda var síðdegis í dag flutt úr fangelsinu á Hólmsheiði af norskum yfirvöldum sem munu flytja hana til Noregs þar sem hún á að mæta í þingfestingu. Þar á hún að svara fyrir þær sakir að hafa flutt þrjá drengi sína til Íslands í mars í fyrra en faðir drengjanna fer með forsjá þeirra. Hún mátti því ekki taka þá til Íslands. Landsréttur kvað upp úrskurð síðdegis í dag er varðar gæsluvarðhald Eddu Bjarkar og er því ákvörðun um framsal hennar orðin endanleg samkvæmt lögum. „Við beitum okkur ekki nema við fáum ábendingar um hvar börnin eru. En það er ekkert að frétta hjá okkur eins og er,“ segir Sigríður í samtali við fréttastofu. Spurð hvort að farið hafi fram mat á vilja barnanna fyrir aðfararaðgerðina sem átti að fara fram í október síðastliðnum segir Sigríður að það sé niðurstaða komin í málinu. „Það er komin dómsniðurstaða sem segir að þetta eigi að vera svona og við höfum ekki heimild til að fara í endurmat á því. Við höfum það hlutverk að tryggja að dómurinn verði fullnustaður og að farið sé farið eftir niðurstöðu hans.“ Hún segir að embættið framkvæmi aðgerðir sem þessar ávallt þannig að þær hafi sem minnst áhrif á börn og að þeirra hagsmuna sé gætt. Það sé niðurstaða tveggja dómsstiga að föður sé heimilt að taka börnin úr umráðum móður vegna þess að honum hafi verið úrskurðuð forsjá þeirra. En finnst þér kerfið virka þegar þetta endar svona? „Kerfið er að virka, en þegar fólk sættir sig ekki við niðurstöðu dómstóla þá verður það til þess að við lendum á þessum stað,“ segir Sigríður og ítrekar að hlutverk sýslumanns sé að koma á lögmætu ástandi. „Það er ólögmætt ástand núna, þegar börnin eru ekki þar sem þau eiga að vera samkvæmt dómi. Þetta ástand er vegna þess að dómsorði er ekki hlýtt en þetta eru auðvitað erfiðustu málin sem við tökumst á við. Það er alltaf betra að ekki þurfi að koma til svona aðgerða.“
Fjölskyldumál Dómsmál Noregur Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Deilur skuli útkljáðar fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði Formaður Lögmannafélags Íslands segir að þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða norskra dómstóla um að faðir barna Eddu Bjarkar Arnardóttur skuli fara með forsjá þeirra, þýði það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. 1. desember 2023 12:24 Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37 „Höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna“ Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, segir Eddu finna fyrir miklum meðbyr. Allt að tuttugu bílar stilltu sér upp við fangelsið að Hólmsheiði í nótt til að mótmæla brottför hennar til Noregs áður en úrskurður Landsréttar hvað varðar gæsluvarðhald hennar liggur fyrir. 1. desember 2023 11:25 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Deilur skuli útkljáðar fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði Formaður Lögmannafélags Íslands segir að þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða norskra dómstóla um að faðir barna Eddu Bjarkar Arnardóttur skuli fara með forsjá þeirra, þýði það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. 1. desember 2023 12:24
Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37
„Höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna“ Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, segir Eddu finna fyrir miklum meðbyr. Allt að tuttugu bílar stilltu sér upp við fangelsið að Hólmsheiði í nótt til að mótmæla brottför hennar til Noregs áður en úrskurður Landsréttar hvað varðar gæsluvarðhald hennar liggur fyrir. 1. desember 2023 11:25