Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Systir Eddu Bjarkar Arnardóttur segist ekkert hafa heyrt frá henni síðan hún var framseld til Noregs í gær. Hún hafi síðast vitað af systur sinni á flugvellinum í Kaupmannahöfn. Óvissan sé afar erfið fyrir fjölskylduna. Barnamálaráðherra segir hug sinn allan hjá börnunum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við förum einnig yfir helstu vendingar dagsins á COP28 loftslagsráðstefnunni og sýnum frá ræðu forsætisráðherra Íslands frá í morgun. Palestína verður einnig í brennidepli; algjört frost virðist komið á í friðarviðræðum og Ísraelsher lætur sprengjum rigna yfir suðurhluta Gasa.

Árleg jólagjafasöfnun Kringlunnar hefur sjaldan eða aldrei farið jafnilla af stað og í ár. Hjálparsamtök segja að á sama tíma fjölgi þeim sem þiggja gjafirnar. Við ræðum stöðuna í beinni útsendingu við framkvæmdastjóra Rauða krossins.

Og við verðum áfram á jólalegum nótum. Hamborgartréð var tendrað við hátíðlega athöfn í Reykjavíkurhöfn nú síðdegis og Magnús Hlynur kíkir á kórtónleika á Hvolsvelli.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×