Dæmdur fyrir ofsaakstur á stolnum bíl undan lögreglu Jón Þór Stefánsson skrifar 1. desember 2023 19:57 Ófsaakstur mannsins var meðal annars um Sæbrautina í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni vegna fjölda brota sem áttu sér flest stað í fyrra. Tvær ákærur voru gefnar út á hendur manninum, önnur innihélt níu ákæruliði og hin sjö. Ákæruvaldið féll þó frá fjórum ákæruliðum. Maðurinn var sakfelldur fyrir tíu af ellefu ákæruliðum. Á 110 þar sem sextíu er hámark Einn umfangsmesti ákæruliðurinn varðaði ofsaakstur mannsins. Honum var gefið að sök að stela bíl í Reykjavík, ásamt öðrum manni og aka bílnum sviptur ökuréttindum og undir áhrifum amfetamíns og kókaíns. Maðurinn ók bílnum vestur Sæbrautina þar sem lögreglan ætlaði sér að hafa afskipti af honum, og gaf ljós- og hljóðmerki þess efnis. Maðurinn fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu, þvert á móti jók hann hraða bílsins. Í ákæru segir að hann hafi ekið án nægilegrar tillitsemi og varúðar miðað við aðstæður. Áætlað er að hann hafi ekið á 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er sextíu. Landsréttur staðfesti dóminn í dag.Vísir/Vilhelm Fyrir vikið hóf lögreglan eftirför. Þá er því lýst að maðurinn hafi ekið bifreiðinni gegn rauðu ljósi á gatnamótum Sæbrautar og Frakkastígs, og síðan gegn einstefnu á Lindargötu. Þar er hann sagður hafa stöðvað bílinn og hlaupið á brott á meðan lögregla bað hann um að stansa. Að endingu tókst lögreglu að hafa afskipti af manninum við hús á Lindargötu. Skartgriparán og villandi bílnúmer Líkt og áður segir voru brot mannsins talsvert fleiri. Hann var til að mynda sakfelldur fyrir að taka skráningarnúmer af hvítum Toyota Yaris-bíl og setja á annan sams konar bíl. Og aka síðan á henni án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna í Reykjavík. Jafnframt var maðurinn ákærður fyrir að stela andvirði tveggja milljóna króna úr skartgripaverslun. Þá stal hann hlaupahjólum, að andvirði tæprar milljónar, úr verslun, stal bíl og framdi önnur umferðar- og fíkniefnabrot. Dómsmál Fíkniefnabrot Umferð Reykjavík Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Tvær ákærur voru gefnar út á hendur manninum, önnur innihélt níu ákæruliði og hin sjö. Ákæruvaldið féll þó frá fjórum ákæruliðum. Maðurinn var sakfelldur fyrir tíu af ellefu ákæruliðum. Á 110 þar sem sextíu er hámark Einn umfangsmesti ákæruliðurinn varðaði ofsaakstur mannsins. Honum var gefið að sök að stela bíl í Reykjavík, ásamt öðrum manni og aka bílnum sviptur ökuréttindum og undir áhrifum amfetamíns og kókaíns. Maðurinn ók bílnum vestur Sæbrautina þar sem lögreglan ætlaði sér að hafa afskipti af honum, og gaf ljós- og hljóðmerki þess efnis. Maðurinn fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu, þvert á móti jók hann hraða bílsins. Í ákæru segir að hann hafi ekið án nægilegrar tillitsemi og varúðar miðað við aðstæður. Áætlað er að hann hafi ekið á 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er sextíu. Landsréttur staðfesti dóminn í dag.Vísir/Vilhelm Fyrir vikið hóf lögreglan eftirför. Þá er því lýst að maðurinn hafi ekið bifreiðinni gegn rauðu ljósi á gatnamótum Sæbrautar og Frakkastígs, og síðan gegn einstefnu á Lindargötu. Þar er hann sagður hafa stöðvað bílinn og hlaupið á brott á meðan lögregla bað hann um að stansa. Að endingu tókst lögreglu að hafa afskipti af manninum við hús á Lindargötu. Skartgriparán og villandi bílnúmer Líkt og áður segir voru brot mannsins talsvert fleiri. Hann var til að mynda sakfelldur fyrir að taka skráningarnúmer af hvítum Toyota Yaris-bíl og setja á annan sams konar bíl. Og aka síðan á henni án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna í Reykjavík. Jafnframt var maðurinn ákærður fyrir að stela andvirði tveggja milljóna króna úr skartgripaverslun. Þá stal hann hlaupahjólum, að andvirði tæprar milljónar, úr verslun, stal bíl og framdi önnur umferðar- og fíkniefnabrot.
Dómsmál Fíkniefnabrot Umferð Reykjavík Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira