Dæmdur fyrir ofsaakstur á stolnum bíl undan lögreglu Jón Þór Stefánsson skrifar 1. desember 2023 19:57 Ófsaakstur mannsins var meðal annars um Sæbrautina í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni vegna fjölda brota sem áttu sér flest stað í fyrra. Tvær ákærur voru gefnar út á hendur manninum, önnur innihélt níu ákæruliði og hin sjö. Ákæruvaldið féll þó frá fjórum ákæruliðum. Maðurinn var sakfelldur fyrir tíu af ellefu ákæruliðum. Á 110 þar sem sextíu er hámark Einn umfangsmesti ákæruliðurinn varðaði ofsaakstur mannsins. Honum var gefið að sök að stela bíl í Reykjavík, ásamt öðrum manni og aka bílnum sviptur ökuréttindum og undir áhrifum amfetamíns og kókaíns. Maðurinn ók bílnum vestur Sæbrautina þar sem lögreglan ætlaði sér að hafa afskipti af honum, og gaf ljós- og hljóðmerki þess efnis. Maðurinn fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu, þvert á móti jók hann hraða bílsins. Í ákæru segir að hann hafi ekið án nægilegrar tillitsemi og varúðar miðað við aðstæður. Áætlað er að hann hafi ekið á 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er sextíu. Landsréttur staðfesti dóminn í dag.Vísir/Vilhelm Fyrir vikið hóf lögreglan eftirför. Þá er því lýst að maðurinn hafi ekið bifreiðinni gegn rauðu ljósi á gatnamótum Sæbrautar og Frakkastígs, og síðan gegn einstefnu á Lindargötu. Þar er hann sagður hafa stöðvað bílinn og hlaupið á brott á meðan lögregla bað hann um að stansa. Að endingu tókst lögreglu að hafa afskipti af manninum við hús á Lindargötu. Skartgriparán og villandi bílnúmer Líkt og áður segir voru brot mannsins talsvert fleiri. Hann var til að mynda sakfelldur fyrir að taka skráningarnúmer af hvítum Toyota Yaris-bíl og setja á annan sams konar bíl. Og aka síðan á henni án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna í Reykjavík. Jafnframt var maðurinn ákærður fyrir að stela andvirði tveggja milljóna króna úr skartgripaverslun. Þá stal hann hlaupahjólum, að andvirði tæprar milljónar, úr verslun, stal bíl og framdi önnur umferðar- og fíkniefnabrot. Dómsmál Fíkniefnabrot Umferð Reykjavík Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Tvær ákærur voru gefnar út á hendur manninum, önnur innihélt níu ákæruliði og hin sjö. Ákæruvaldið féll þó frá fjórum ákæruliðum. Maðurinn var sakfelldur fyrir tíu af ellefu ákæruliðum. Á 110 þar sem sextíu er hámark Einn umfangsmesti ákæruliðurinn varðaði ofsaakstur mannsins. Honum var gefið að sök að stela bíl í Reykjavík, ásamt öðrum manni og aka bílnum sviptur ökuréttindum og undir áhrifum amfetamíns og kókaíns. Maðurinn ók bílnum vestur Sæbrautina þar sem lögreglan ætlaði sér að hafa afskipti af honum, og gaf ljós- og hljóðmerki þess efnis. Maðurinn fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu, þvert á móti jók hann hraða bílsins. Í ákæru segir að hann hafi ekið án nægilegrar tillitsemi og varúðar miðað við aðstæður. Áætlað er að hann hafi ekið á 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er sextíu. Landsréttur staðfesti dóminn í dag.Vísir/Vilhelm Fyrir vikið hóf lögreglan eftirför. Þá er því lýst að maðurinn hafi ekið bifreiðinni gegn rauðu ljósi á gatnamótum Sæbrautar og Frakkastígs, og síðan gegn einstefnu á Lindargötu. Þar er hann sagður hafa stöðvað bílinn og hlaupið á brott á meðan lögregla bað hann um að stansa. Að endingu tókst lögreglu að hafa afskipti af manninum við hús á Lindargötu. Skartgriparán og villandi bílnúmer Líkt og áður segir voru brot mannsins talsvert fleiri. Hann var til að mynda sakfelldur fyrir að taka skráningarnúmer af hvítum Toyota Yaris-bíl og setja á annan sams konar bíl. Og aka síðan á henni án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna í Reykjavík. Jafnframt var maðurinn ákærður fyrir að stela andvirði tveggja milljóna króna úr skartgripaverslun. Þá stal hann hlaupahjólum, að andvirði tæprar milljónar, úr verslun, stal bíl og framdi önnur umferðar- og fíkniefnabrot.
Dómsmál Fíkniefnabrot Umferð Reykjavík Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent