Telur óánægju aðallega bundna við slæmt aðgengi að heilbrigðisþjónustu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. desember 2023 15:41 Kristrún Frostadóttir tekur mið af samtölum sínum við landsmenn þegar hún segir að hún telji að fólk sé aðallega ósátt við slæmt aðgengi að heilbrigðisþjónustu en ekki þjónustuna sjálfa. Sú neikvæða upplifun af opinberri heilbrigðisþjónustu sem kristallast í niðurstöðum könnunar sem Prósent framkvæmdi og fréttastofa fjallaði um í morgun, koma Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, ekki mikið á óvart þó svörin séu ansi afgerandi. Meirihluta þjóðarinnar þykir illa staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu en aðeins 28 prósent landsmanna þykja vel að henni staðið. Sextíu og þremur prósentum þykir heilbrigðisþjónustan hafa þróast til verri vegar á síðasta áratug, en aðeins tuttugu prósentum þykir hið gagnstæða. Sautján prósentum þykir opinber heilbrigðisþjónusta hafa staðið í stað á síðustu tíu árum. Óánægja með biðina en ekki endilega þjónustuna Kristrún tekur mið af þeim samtölum sem hún hefur átt við landsmenn í hringferðum flokksins um landið þegar hún lýsir sinni túlkun á niðurstöðum könnunarinnar. Hún telur að fólk sé ekki endilega ósátt við þjónustuna þegar það loksins fái hana heldur liggi óánægjan frekar í biðlistunum og skorti á aðgengi. „Fólk er mjög ánægt með starfsfólk í heilbrigðiskerfinu og veit að það hleypur mjög hratt en aðgengi er vandamál. Það tekur tíma að fá þjónustu og það er það sem fólk er óánægt með.“ Heilbrigðis-og öldrunarmálin séu algert forgangsmál. Við gáfum út núna fyrir nokkrum vikum síðan okkar áherslur til tíu ára; örugg skref í heilbrigðismálum og þar erum við að leggja fyrst og fremst áherslu á upphafsaðgengi. Að styrkja heilsugæsluna og aðgengi að heimilislæknum og heimilisteymum.“ „Þetta er auðvitað eitt stærsta einstaka mál stjórnmálanna. Þetta er ástæðan fyrir því að við settum þetta á oddinn og þetta var fyrsti stóri málaflokkurinn sem við tókum fyrir þrátt fyrir að við vitum að þetta er ekki auðveldur málaflokkur að eiga við.“ Kristrún segir flokkinn mjög meðvitaðan um verulega þurfi að bæta stöðu eldra fólks sem þurfi á mikilli aðhlynningu að halda. „Þá erum við að tala um heimahjúkrun og hjúkrunarrými vegna þess að einn helsti löstur – ef svo má segja – í heilbrigðisþjónustunni þessa dagana er að það er verið að nýta rými og starfsfólk til að sinna fólki sem á að vera á á öldrunarheimili eða hjúkrunarheimili og koma í veg fyrir að það þurfi að leggjast inn í bráðaþjónustu til að byrja með með því að sinna því í heimahjúkrun.“ Enn allt kostar þetta pening. „Við höfum bara verið hreinskilin með að það kosti peninga að fara í mikla uppbyggingu hvort sem er á hjúkrunarrýmum eða heimahjúkrun. Það kostar líka peninga að styrkja þjónustu í heilsugæslu og í lýðheilsu og til að koma í veg fyrir að við fáum innlagnir til að byrja með og það er kannski stærsti einstaki munurinn á okkur og núverandi stjórnvöldum að við erum tilbúin að leggja fjármagn þarna inn og þar verða hinar skýru pólitísku línur í næstu kosningum.“ Landspítali háskólasjúkrahús FossvogiVísir/vilhelm Konur upplifi sig stundum utangátta í kerfinu Í könnun Prósent kom í ljós að konur eru töluvert óánægðari með heilbrigðisþjónustuna en karlar. Tæplega sextíu prósent kvenna þykir þjónustan slæm og um helmingur karla. „Ég held að þetta sé í lýsandi fyrir upplifun margra kvenna, því miður, af heilbrigðisþjónustunni. Þær upplifa í sumum tilvikum að það sé ekki hlustað á þær, að þær fái greiningu seint og séu van greindar.“ Í því ljósi þurfi sérstaklega að skoða hvernig konum er sinnt og hvernig ákveðnar aðgerðir og ákveðin þjónusta sem snýr að konum í kerfinu er fjármögnuð. „Það er svona undirliggjandi tónn í mörgu því sem við höfum heyrt í Samfylkingunni, farandi í kringum landið, að konur upplifa sig stundum svolítið utan gátta í heilbrigðisþjónustunni en ég ætla að ítreka það að yfirgnæfandi meirihluti fólks sem við höfum talað við er sáttur við þjónustuna þegar hann fær hana. Það er aðgengi sem er vandamálið og við munum ekki leysa núverandi stöðu nema að fjármagna heilbrigðisþjónustuna betur.“ Ætla að fjármagna kerfið og losa um stíflur Kristrún segir að nú sé tími til kominn að fólk íhugi hvort það sé þjóðinni fyrir bestu að halda áfram á þessari braut eða hvort það vilji annan valkost í ljósi þeirra skilaboða sem lesa megi í niðurstöðu könnunar Prósents. „Við erum ekki að boða neina byltingu á einu ári, við áttum okkur á því að þetta er flókið verkefni en það þarf að fjármagna ákveðnar breytingar í heilbrigðisþjónustu, aðgengi, hjúkrunarrými og heimahjúkrun svo við getum losað um stíflur í kerfinu og svo að þjónustan sem er á spítölum og sjúkrastofnunum i landinu standi undir væntingum fólks.“ Samfylkingin Landspítalinn Heilbrigðismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Kynna fimm markmið í heilbrigðis- og öldrunarmálum Samfylkingin hefur kynnt nýja stefnu sína í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Stefnan byggir á fimm markmiðum sem ættu að taka tvö kjörtímabil að koma í framkvæmd. 2. október 2023 15:45 54 prósent þykir illa staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu á Íslandi Um 54 prósent þjóðarinnar þykir illa staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu og aðeins um 28 prósent þykir vel að henni staðið. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Prósents, sem framkvæmd var dagana 9. til 22. nóvember. 1. desember 2023 08:21 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Meirihluta þjóðarinnar þykir illa staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu en aðeins 28 prósent landsmanna þykja vel að henni staðið. Sextíu og þremur prósentum þykir heilbrigðisþjónustan hafa þróast til verri vegar á síðasta áratug, en aðeins tuttugu prósentum þykir hið gagnstæða. Sautján prósentum þykir opinber heilbrigðisþjónusta hafa staðið í stað á síðustu tíu árum. Óánægja með biðina en ekki endilega þjónustuna Kristrún tekur mið af þeim samtölum sem hún hefur átt við landsmenn í hringferðum flokksins um landið þegar hún lýsir sinni túlkun á niðurstöðum könnunarinnar. Hún telur að fólk sé ekki endilega ósátt við þjónustuna þegar það loksins fái hana heldur liggi óánægjan frekar í biðlistunum og skorti á aðgengi. „Fólk er mjög ánægt með starfsfólk í heilbrigðiskerfinu og veit að það hleypur mjög hratt en aðgengi er vandamál. Það tekur tíma að fá þjónustu og það er það sem fólk er óánægt með.“ Heilbrigðis-og öldrunarmálin séu algert forgangsmál. Við gáfum út núna fyrir nokkrum vikum síðan okkar áherslur til tíu ára; örugg skref í heilbrigðismálum og þar erum við að leggja fyrst og fremst áherslu á upphafsaðgengi. Að styrkja heilsugæsluna og aðgengi að heimilislæknum og heimilisteymum.“ „Þetta er auðvitað eitt stærsta einstaka mál stjórnmálanna. Þetta er ástæðan fyrir því að við settum þetta á oddinn og þetta var fyrsti stóri málaflokkurinn sem við tókum fyrir þrátt fyrir að við vitum að þetta er ekki auðveldur málaflokkur að eiga við.“ Kristrún segir flokkinn mjög meðvitaðan um verulega þurfi að bæta stöðu eldra fólks sem þurfi á mikilli aðhlynningu að halda. „Þá erum við að tala um heimahjúkrun og hjúkrunarrými vegna þess að einn helsti löstur – ef svo má segja – í heilbrigðisþjónustunni þessa dagana er að það er verið að nýta rými og starfsfólk til að sinna fólki sem á að vera á á öldrunarheimili eða hjúkrunarheimili og koma í veg fyrir að það þurfi að leggjast inn í bráðaþjónustu til að byrja með með því að sinna því í heimahjúkrun.“ Enn allt kostar þetta pening. „Við höfum bara verið hreinskilin með að það kosti peninga að fara í mikla uppbyggingu hvort sem er á hjúkrunarrýmum eða heimahjúkrun. Það kostar líka peninga að styrkja þjónustu í heilsugæslu og í lýðheilsu og til að koma í veg fyrir að við fáum innlagnir til að byrja með og það er kannski stærsti einstaki munurinn á okkur og núverandi stjórnvöldum að við erum tilbúin að leggja fjármagn þarna inn og þar verða hinar skýru pólitísku línur í næstu kosningum.“ Landspítali háskólasjúkrahús FossvogiVísir/vilhelm Konur upplifi sig stundum utangátta í kerfinu Í könnun Prósent kom í ljós að konur eru töluvert óánægðari með heilbrigðisþjónustuna en karlar. Tæplega sextíu prósent kvenna þykir þjónustan slæm og um helmingur karla. „Ég held að þetta sé í lýsandi fyrir upplifun margra kvenna, því miður, af heilbrigðisþjónustunni. Þær upplifa í sumum tilvikum að það sé ekki hlustað á þær, að þær fái greiningu seint og séu van greindar.“ Í því ljósi þurfi sérstaklega að skoða hvernig konum er sinnt og hvernig ákveðnar aðgerðir og ákveðin þjónusta sem snýr að konum í kerfinu er fjármögnuð. „Það er svona undirliggjandi tónn í mörgu því sem við höfum heyrt í Samfylkingunni, farandi í kringum landið, að konur upplifa sig stundum svolítið utan gátta í heilbrigðisþjónustunni en ég ætla að ítreka það að yfirgnæfandi meirihluti fólks sem við höfum talað við er sáttur við þjónustuna þegar hann fær hana. Það er aðgengi sem er vandamálið og við munum ekki leysa núverandi stöðu nema að fjármagna heilbrigðisþjónustuna betur.“ Ætla að fjármagna kerfið og losa um stíflur Kristrún segir að nú sé tími til kominn að fólk íhugi hvort það sé þjóðinni fyrir bestu að halda áfram á þessari braut eða hvort það vilji annan valkost í ljósi þeirra skilaboða sem lesa megi í niðurstöðu könnunar Prósents. „Við erum ekki að boða neina byltingu á einu ári, við áttum okkur á því að þetta er flókið verkefni en það þarf að fjármagna ákveðnar breytingar í heilbrigðisþjónustu, aðgengi, hjúkrunarrými og heimahjúkrun svo við getum losað um stíflur í kerfinu og svo að þjónustan sem er á spítölum og sjúkrastofnunum i landinu standi undir væntingum fólks.“
Samfylkingin Landspítalinn Heilbrigðismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Kynna fimm markmið í heilbrigðis- og öldrunarmálum Samfylkingin hefur kynnt nýja stefnu sína í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Stefnan byggir á fimm markmiðum sem ættu að taka tvö kjörtímabil að koma í framkvæmd. 2. október 2023 15:45 54 prósent þykir illa staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu á Íslandi Um 54 prósent þjóðarinnar þykir illa staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu og aðeins um 28 prósent þykir vel að henni staðið. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Prósents, sem framkvæmd var dagana 9. til 22. nóvember. 1. desember 2023 08:21 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Kynna fimm markmið í heilbrigðis- og öldrunarmálum Samfylkingin hefur kynnt nýja stefnu sína í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Stefnan byggir á fimm markmiðum sem ættu að taka tvö kjörtímabil að koma í framkvæmd. 2. október 2023 15:45
54 prósent þykir illa staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu á Íslandi Um 54 prósent þjóðarinnar þykir illa staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu og aðeins um 28 prósent þykir vel að henni staðið. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Prósents, sem framkvæmd var dagana 9. til 22. nóvember. 1. desember 2023 08:21