Ákærður fyrir að reyna að bana fyrrverandi: Lífsýni á áfengisflösku á vettvangi Jón Þór Stefánsson skrifar 1. desember 2023 12:02 Meint árás mannsins á að hafa átt sér stað í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Maður sem er grunaður um hrottafengna árás gegn fyrrverandi kærustu sinni er ákærður fyrir að reyna að verða henni að bana. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar sem var kveðinn upp í gær um gæsluvarðhald á hendur manninum. Hann hefur setið í varðhaldi frá fjórða september á þessu ári, og í nýjasta úrskurðinum er honum gert að sitja áfram til klukkan fjögur á aðfangadag, 24. desember. Í úrskurðinum er greint frá niðurstöðum lífsýnarannsóknar á áfengisflöskum sem fundust á vettvangi málsins, en DNA-snið sem er eins og DNA-snið mannsins. Jafnframt bendir rannsókn lögreglu á símagögnum til þess að maðurinn hafi verið á vettvangi málsins þegar meint brot áttu sér stað. Í vikunni var greint frá því að maðurinn hefði verið ákærður fyrir árásina, en ekki kom fram hvernig ákæruvaldið myndi vilji heimfæra meint brot. Af því sem kemur fram í úrskurðinum er maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi. Árás í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu Framburður manns, sem segist hafa orðið vitni að árásinni, liggur fyrir í málinu. Hann hafi verið á gangi í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu þegar hann hafi orðið var við mann lemja konu og stappa á höfði hennar. Vitnið hafi séð manninn beygja sig niður að konunni og byrja að kyrkja hana. Þá hafi hann heyrt manninn segja: „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna“. Vitnið hafi þá kallað til þeirra og maðurinn litið á vitnið, staðið upp og hlaupið af vettvangi. „Mjög mikil hætta“ á áframhaldandi ofbeldi Í gæsluvarðhaldsúrskurði Landsréttar kemur fram að lögregla hafi framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Í matsgerðinni komi fram að „mjög mikil hætta“ væru á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Þá segir í úrskurðinum að það myndi „misbjóða réttlætiskennd almennings og það væri til þess fallið að valda hneykslun og óróa í samfélaginu ef maður sem hefur verið ákærður hefur verið fyrir svo alvarlegat ofbeldisbrot gegn fyrrum maka sínum gangi laus áður en málinu er lokið með dómi.“ Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Hann hefur setið í varðhaldi frá fjórða september á þessu ári, og í nýjasta úrskurðinum er honum gert að sitja áfram til klukkan fjögur á aðfangadag, 24. desember. Í úrskurðinum er greint frá niðurstöðum lífsýnarannsóknar á áfengisflöskum sem fundust á vettvangi málsins, en DNA-snið sem er eins og DNA-snið mannsins. Jafnframt bendir rannsókn lögreglu á símagögnum til þess að maðurinn hafi verið á vettvangi málsins þegar meint brot áttu sér stað. Í vikunni var greint frá því að maðurinn hefði verið ákærður fyrir árásina, en ekki kom fram hvernig ákæruvaldið myndi vilji heimfæra meint brot. Af því sem kemur fram í úrskurðinum er maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi. Árás í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu Framburður manns, sem segist hafa orðið vitni að árásinni, liggur fyrir í málinu. Hann hafi verið á gangi í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu þegar hann hafi orðið var við mann lemja konu og stappa á höfði hennar. Vitnið hafi séð manninn beygja sig niður að konunni og byrja að kyrkja hana. Þá hafi hann heyrt manninn segja: „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna“. Vitnið hafi þá kallað til þeirra og maðurinn litið á vitnið, staðið upp og hlaupið af vettvangi. „Mjög mikil hætta“ á áframhaldandi ofbeldi Í gæsluvarðhaldsúrskurði Landsréttar kemur fram að lögregla hafi framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Í matsgerðinni komi fram að „mjög mikil hætta“ væru á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Þá segir í úrskurðinum að það myndi „misbjóða réttlætiskennd almennings og það væri til þess fallið að valda hneykslun og óróa í samfélaginu ef maður sem hefur verið ákærður hefur verið fyrir svo alvarlegat ofbeldisbrot gegn fyrrum maka sínum gangi laus áður en málinu er lokið með dómi.“
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira