Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Tuttugu og fimm metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós við viðgerðir í Grindavík í dag, viðbragðsaðilum að óvörum. Slökkviliðsstjórinn segir að sprungan gegnum bæinn sé enn á hreyfingu. Líf er þó að færast í Grindavík á ný; veitingastaður var opnaður í dag í fyrsta sinn frá rýmingu og fjölmenni var í mat.

Við sýnum frá Grindavík og verðum í beinni frá Kænunni í Hafnarfirði. Þangað mættu hundrað fulltrúar grindvískra fyrirtækja á fund í dag, þar sem framtíð atvinnustarfsemi í bænum var rædd.

Þá förum við í heimsókn á Reykjalund. Stórum hluta húsnæðisins verður lokað á morgun vegna myglu og sjúklingar fluttir annað. Forstjóri Reykjalundar segir stjórnvöld verða að stíga inn í og greiða fyrir viðhald á húsnæðinu.

Verkalýðshreyfingin kallar ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til ábyrgðar í baráttunni við verðbólguna. Engin merki séu á lofti um að þessir aðilar ætli að leggja sitt af mörkum, sem geti sett stórt strik í reikninginn fyrir komandi kjarasamninga. Heimir Már verður með kjaramálin á sinni könnu og ræðir við Einar Þorsteinsson forseta borgarstjórnar í beinni útsendingu.

Þá ætlar Kristján Már að segja okkur frá stórri stund í vegamálum Vestfirðinga og krúttfrétt dagsins snýr að dýrum í dýragarðinum í London sem fengu í dag jóladagatöl sem voru full af góðgæti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×