Innlent

Pétur Jóhann gripinn glóð­volgur af grjót­hörðum stöðu­mæla­verði

Jakob Bjarnar skrifar
Pétur Jóhann segir félaga sínum Sveppa frá hremmingum sínum, samskiptum við grjótharðan stöðumælavörð.
Pétur Jóhann segir félaga sínum Sveppa frá hremmingum sínum, samskiptum við grjótharðan stöðumælavörð.

„Hvað tekur langan tíma að fá sér kaffi?“ spyr Pétur Jóhann Sigfússon skemmtikraftur félaga sinn Sverri Þór Sverrisson sem betur er þekktur sem Sveppi krull. En hann lagði bíl sínum fyrir utan kaffihús til að grípa sér „take-a-way“ kaffi. Og lenti í grjóthörðum stöðumælaverði.

Sveppi segir, þrjár mínútur eða svo.

„Já. Ég var búinn að panta það. Og sný mér við og sé manninn við bílinn. Ég labbaði út og sagði: Ég er bara að grípa mér kaffi! Já, þetta er gjaldskylt stæði, sagði hann.“

Pétur Jóhann segir, jújú, ég var nú bara að grípa mér kaffi og ætlaði svo að halda áfram för minni.

„Svo er ég farinn.“

En stöðumælavörðurinn setur miðann á bílinn, undir rúðuþurrkuna, alveg grjótharður. Pétur Jóhann spurði hvort hann gæti ekki bakfært þetta? Nei, það geri ég ekki, sagði stöðumælavörðurinn.

Klippa: Pétur Jóhann og Sveppi ræða um harða stöðumælaverði

Pétur Jóhann reyndi að telja stöðumælaverðinum hughvarf.

„Já, getum við ekki verið hressir í dag? Komist að samkomulagi félagarnir,“ sagði Pétur Jóhann. En allt kom fyrir ekki.

Stöðumælavörðurinn benti Pétri Jóhanni á að hann gæti reynt að andmæla stöðumælasektinni, með því að skrá bílinn í stæðið og setja sig í samband við Bílastæðasjóð. Og þar stendur málið núna.

Svo virðist sem stöðumælaverðir séu óvenju harðir um þessar mundir, í það minnsta hellast yfir kvartanir af stöðumælasektum nú um stundir.


Tengdar fréttir

Egill varar við knáum stöðu­mæla­vörðum

Egill Helgason sjónvarpsmaður, einn þekktasti miðborgarmaður sem um getur, hefur séð sig tilneyddan að senda út sérstakan varúðarpóst, þar sem hann varar við snörum stöðumælavörðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×