Lífeyrissjóðir þráist við Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 13:00 Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur Vísir Formaður verkalýðsfélags Grindvíkinga gefur lítið fyrir yfirlýsingu lífeyrissjóðanna um að unnið sé að farsælli lausn fyrir grindvíska lántakendur. Þrjú verkalýðsfélög hafa boðað til mótmæla við húsnæði samtakanna og lífeyrissjóðs Gildis í dag. Bankarnir og Íbúðalánasjóður boðuðu í síðustu viku að vegna náttúruhamfara og óvissu í Grindavík yrðu vextir og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga felld niður í þrjá mánuði. Aðgerðin var með aðkomu stjórnvalda og fleiri aðila. Um hundrað húsnæðiseigendur í Grindavík eru með lán hjá lífeyrissjóðum sem hafa ekki boðið sambærileg kjör. Lífeyrissjóðurinn Gildi þar sem flestir eru bauð á sama tíma að lántakendur gætu frestað greiðslum í sex mánuði. Í morgun tilkynntu svo Landssamtök lífeyrissjóða að þau hefðu ekki verið höfð með í ráðum þegar kynnt var heildstæð lausn frá lánastofnunum til Grindvíkinga. Unnið sé að lausn sem þurfi að rúmast innan ramma laga. Formaður VR, formaður vélstjóra og sjómannafélags Grindavíkur og Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur hafa boðað til mótmæla við Landssamtök lífeyrissjóða og Gildi lífeyrissjóð í dag. „Lífeyrissjóðirnir hafa ekki fallist á að fella niður vexti og verðbætur í þrjá mánuði eins og stóru bankarnir hafa gert og íbúðalánasjóður nú þegar. Þeir þráast við og senda út einhverja moðsuðu í morgun sem er alls ekki nægjanleg. Þetta þarf að vera afdráttarlaust um að þeir ætli að fella niður vexti og verðbætur. Það sem ég les út úr þessu er að þeir eru enn að reyna að koma sér undan þessu,“ segir Hörður. Húsnæði verkalýðsfélagsins stórskemmt Hörður hefur einnig verið boðaður fyrir velferðarnefnd Alþingis í dag til að gefa umsögn um frumvarp um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara þar sem um er að ræða úrræði fyrir leigutaka á almennum markaði. Hörður var staddur í Grindavík í morgun með fulltrúum frá náttúruhamfaratryggingu en miklar skemmdir hafa orðið á húsnæði verkalýðsfélags Grindavíkur í bænum. „Þegar maður labbar í gegnum húsið verður maður hálf sjóveikur. Gólfið er allt í bylgjum. Þetta virðist allt vera rammskakkt,“ sagði Hörður Guðbrandsson. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lífeyrissjóðir Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Bankarnir og Íbúðalánasjóður boðuðu í síðustu viku að vegna náttúruhamfara og óvissu í Grindavík yrðu vextir og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga felld niður í þrjá mánuði. Aðgerðin var með aðkomu stjórnvalda og fleiri aðila. Um hundrað húsnæðiseigendur í Grindavík eru með lán hjá lífeyrissjóðum sem hafa ekki boðið sambærileg kjör. Lífeyrissjóðurinn Gildi þar sem flestir eru bauð á sama tíma að lántakendur gætu frestað greiðslum í sex mánuði. Í morgun tilkynntu svo Landssamtök lífeyrissjóða að þau hefðu ekki verið höfð með í ráðum þegar kynnt var heildstæð lausn frá lánastofnunum til Grindvíkinga. Unnið sé að lausn sem þurfi að rúmast innan ramma laga. Formaður VR, formaður vélstjóra og sjómannafélags Grindavíkur og Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur hafa boðað til mótmæla við Landssamtök lífeyrissjóða og Gildi lífeyrissjóð í dag. „Lífeyrissjóðirnir hafa ekki fallist á að fella niður vexti og verðbætur í þrjá mánuði eins og stóru bankarnir hafa gert og íbúðalánasjóður nú þegar. Þeir þráast við og senda út einhverja moðsuðu í morgun sem er alls ekki nægjanleg. Þetta þarf að vera afdráttarlaust um að þeir ætli að fella niður vexti og verðbætur. Það sem ég les út úr þessu er að þeir eru enn að reyna að koma sér undan þessu,“ segir Hörður. Húsnæði verkalýðsfélagsins stórskemmt Hörður hefur einnig verið boðaður fyrir velferðarnefnd Alþingis í dag til að gefa umsögn um frumvarp um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara þar sem um er að ræða úrræði fyrir leigutaka á almennum markaði. Hörður var staddur í Grindavík í morgun með fulltrúum frá náttúruhamfaratryggingu en miklar skemmdir hafa orðið á húsnæði verkalýðsfélags Grindavíkur í bænum. „Þegar maður labbar í gegnum húsið verður maður hálf sjóveikur. Gólfið er allt í bylgjum. Þetta virðist allt vera rammskakkt,“ sagði Hörður Guðbrandsson.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lífeyrissjóðir Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira