Innlent

Matvælaráðherra dulur um mögu­lega endur­nýjun leyfis Hvals

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Frumvarp um allsherjarbann við hvalveiðum hefur verið lagt fram á Alþingi en það er matvælaráðherra sem tekur ákvörðun um leyfisveitingu vegna veiðanna.
Frumvarp um allsherjarbann við hvalveiðum hefur verið lagt fram á Alþingi en það er matvælaráðherra sem tekur ákvörðun um leyfisveitingu vegna veiðanna. Vísir/Vilhelm

„Ráðuneytinu hefur ekki borist umsókn um nýtt leyfi.“

Þannig hljóðar stutt og laggott svar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um það hvort ráðherra hyggist gefa út leyfi til veiða á langreyðum á árinu 2024.

Leyfið sem Hvalur hf. hefur til veiða rennur út í árslok og ráðherra hefur áður sagt að óvíst sé hvort það verði endurnýjað. Frumvarp um bann við hvalveiðum hefur verið lagt fram á Alþingi en Kristján Loftsson, eigandi og framkvæmdastjóri Hvals, hefur ekki gefið annað til kynna en að til standi að halda veiðum áfram.

Í skýrslu sem forsvarsmenn Hvals skiluðu inn til Matvælastofnunar og Fiskistofu í byrjun nóvember sagði að stöðvun veiðanna í tvígang hefði valdið stórfelldu fjárhagslegu tjóni og að fyrirtækið myndi leita réttar síns.

Þá sagði að megináskorunin sem fyrirtækið stæði frammi fyrir „teng­ist fyrst og síðast því póli­tíska öldu­róti sem hef­ur verið um hval­veiðar og að tekn­ar séu meiri­hátt­ar ákv­arðanir um starf­semi fé­lags­ins án þess að laga­bók­stafn­um, þ. á m. stjórn­ar­skrár­vörðum rétt­ind­um fé­lags­ins, sé sér­stak­ur gaum­ur gef­inn“.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×