Murdaugh fær 27 ára dóm fyrir fjársvik gegn viðskiptavinum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 22:46 Murdaugh við réttarhöld í Suður-Karólínu í dag. AP Bandaríski lögmaðurinn og morðinginn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir margvísleg auðgunarbrot á hendur fyrrverandi viðskiptavina sinna. Alls er hann þó sakaður um meira en hundrað auðgunarbrot gegn viðskiptavinum. Murdaugh var fyrr á árinu dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að hafa skotið eiginkonu sína og son til bana fyrir rúmlega tveimur árum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár eftir að morðin áttu sér stað en Murdaugh var að lokum ákærður fyrir þau í júlí á síðasta ári. Sjá einnig: Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Suður-Karólínu í dag. Murdaugh var fundinn sekur um meira en tuttugu mismunandi glæpi, þar með talið peningaþvætti, trúnaðarbrot, skjalafals og skattsvik. Hann játaði sök á 22 auðgunarbrotum fyrr í mánuðinum. Þá er hann sakaður um að hafa svindlað pening úr dánarbúi fyrrverandi ráðskonu sinnar, sem lést á dularfullan hátt á heimili Murdaugh árið 2018. Sem hluti af samningi samþykkti ríkissaksóknari að hann sitji 27 ára dóminn samhliða lífstíðardómunum tveimur, en Murdaugh er 55 ára gamall. Saksóknarar stikuðu þó á stóru í umræddum réttarhöldum en Murdaugh er sakaður um alls 101 auðgunarbrot þar sem hann á að hafa svikið allt að 8,8 milljónir Bandaríkjadala af viðskiptavinum sínum, eða rúmlega 1,2 milljarða króna. Fórnarlömbin fólk í viðkvæmri stöðu Murdaugh var vikið úr starfi á lögmannastofu sinni í kjölfar lögreglurannsóknar á stofunni. Stór hluti skjólstæðinga hans var fátækt fólk og fólk sem leitaði réttar síns vegna meiðsla eða andláts fjölskyldumeðlims. Meðal þeirra sem Murdaugh játaði að hafa svikið var kona sem hafði misst táningsson sinn eftir að hann lenti í bílslysi og lamaðist frá hálsi. Hún sagði Murdaugh hafa svikið sig í tvígang, fyrst þegar sonur hennar lenti í slysinu og síðan þegar hann lést. Hann játaði einnig að hafa svikið pening af manni sem lenti í bílslysi sem varð konu hans að bana og af öðrum manni sem lenti í aftanákeyrslu og slasaðist á hálsi. Creighton Waters yfirsaksóknari sagði í réttarhöldunum í dag að Murdaugh kæmi líklegast til að sitja í fangelsi það sem hann á eftir ólifað, að utantöldum lífstíðardómunum tveimur. Lögmannastofa Murdaugh vinnur nú að því að endurgreiða fórnarlömbum hans þær upphæðir sem hann sveik af þeim. Fjárglæpir Murdaugh urðu miðpunktur í máli suður-karólínska ríkisins gegn honum vegna morðanna tveggja. Saksóknarar segja Murdaugh hafa myrt eiginkonu sína og son sinn í von um samúð annarra vegna bágrar fjárhagsstöðu hans. Þá segja þeir hann hafa stolið peningum af fólki í þeim tilgangi að borga eigin skuldir. Murdaugh sagðist hafa stolið peningunum til þess að fjármagna ópíóðaneyslu sína. Verjendur hans segja hann nú vera edrú. Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Líkamsleifar pilts grafnar upp vegna Murdaugh-málsins Til stendur að grafa upp líkamsleifar Stephen Smith, sem var 19 ára þegar hann fannst látinn á sveitavegi nærri Moselle, heimili lögmannsins Alex Murdaugh. Fyrir tveimur vikum var Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt son sinn og eiginkonu. 20. mars 2023 07:47 Sátt náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Beach Sátt hefur náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Mallory Beach og annarra ungmenna sem voru um borð í bát í eigu Alex Murdaugh sem ekið var á brúarstólpa árið 2019. Murdaugh var nýlega fundinn sekur um að myrða eiginkonu sína og yngri son, Paul, sem var við stýrið á bátnum. 18. júlí 2023 10:02 Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Murdaugh var fyrr á árinu dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að hafa skotið eiginkonu sína og son til bana fyrir rúmlega tveimur árum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár eftir að morðin áttu sér stað en Murdaugh var að lokum ákærður fyrir þau í júlí á síðasta ári. Sjá einnig: Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Suður-Karólínu í dag. Murdaugh var fundinn sekur um meira en tuttugu mismunandi glæpi, þar með talið peningaþvætti, trúnaðarbrot, skjalafals og skattsvik. Hann játaði sök á 22 auðgunarbrotum fyrr í mánuðinum. Þá er hann sakaður um að hafa svindlað pening úr dánarbúi fyrrverandi ráðskonu sinnar, sem lést á dularfullan hátt á heimili Murdaugh árið 2018. Sem hluti af samningi samþykkti ríkissaksóknari að hann sitji 27 ára dóminn samhliða lífstíðardómunum tveimur, en Murdaugh er 55 ára gamall. Saksóknarar stikuðu þó á stóru í umræddum réttarhöldum en Murdaugh er sakaður um alls 101 auðgunarbrot þar sem hann á að hafa svikið allt að 8,8 milljónir Bandaríkjadala af viðskiptavinum sínum, eða rúmlega 1,2 milljarða króna. Fórnarlömbin fólk í viðkvæmri stöðu Murdaugh var vikið úr starfi á lögmannastofu sinni í kjölfar lögreglurannsóknar á stofunni. Stór hluti skjólstæðinga hans var fátækt fólk og fólk sem leitaði réttar síns vegna meiðsla eða andláts fjölskyldumeðlims. Meðal þeirra sem Murdaugh játaði að hafa svikið var kona sem hafði misst táningsson sinn eftir að hann lenti í bílslysi og lamaðist frá hálsi. Hún sagði Murdaugh hafa svikið sig í tvígang, fyrst þegar sonur hennar lenti í slysinu og síðan þegar hann lést. Hann játaði einnig að hafa svikið pening af manni sem lenti í bílslysi sem varð konu hans að bana og af öðrum manni sem lenti í aftanákeyrslu og slasaðist á hálsi. Creighton Waters yfirsaksóknari sagði í réttarhöldunum í dag að Murdaugh kæmi líklegast til að sitja í fangelsi það sem hann á eftir ólifað, að utantöldum lífstíðardómunum tveimur. Lögmannastofa Murdaugh vinnur nú að því að endurgreiða fórnarlömbum hans þær upphæðir sem hann sveik af þeim. Fjárglæpir Murdaugh urðu miðpunktur í máli suður-karólínska ríkisins gegn honum vegna morðanna tveggja. Saksóknarar segja Murdaugh hafa myrt eiginkonu sína og son sinn í von um samúð annarra vegna bágrar fjárhagsstöðu hans. Þá segja þeir hann hafa stolið peningum af fólki í þeim tilgangi að borga eigin skuldir. Murdaugh sagðist hafa stolið peningunum til þess að fjármagna ópíóðaneyslu sína. Verjendur hans segja hann nú vera edrú.
Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Líkamsleifar pilts grafnar upp vegna Murdaugh-málsins Til stendur að grafa upp líkamsleifar Stephen Smith, sem var 19 ára þegar hann fannst látinn á sveitavegi nærri Moselle, heimili lögmannsins Alex Murdaugh. Fyrir tveimur vikum var Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt son sinn og eiginkonu. 20. mars 2023 07:47 Sátt náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Beach Sátt hefur náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Mallory Beach og annarra ungmenna sem voru um borð í bát í eigu Alex Murdaugh sem ekið var á brúarstólpa árið 2019. Murdaugh var nýlega fundinn sekur um að myrða eiginkonu sína og yngri son, Paul, sem var við stýrið á bátnum. 18. júlí 2023 10:02 Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Líkamsleifar pilts grafnar upp vegna Murdaugh-málsins Til stendur að grafa upp líkamsleifar Stephen Smith, sem var 19 ára þegar hann fannst látinn á sveitavegi nærri Moselle, heimili lögmannsins Alex Murdaugh. Fyrir tveimur vikum var Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt son sinn og eiginkonu. 20. mars 2023 07:47
Sátt náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Beach Sátt hefur náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Mallory Beach og annarra ungmenna sem voru um borð í bát í eigu Alex Murdaugh sem ekið var á brúarstólpa árið 2019. Murdaugh var nýlega fundinn sekur um að myrða eiginkonu sína og yngri son, Paul, sem var við stýrið á bátnum. 18. júlí 2023 10:02
Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37