Hraunið reynst betur en vonir stóðu til Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2023 15:01 Frá vinnu við varnargarðana í Svartsengi. Grindavík í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. „Það er heldur á undan áætlun,“ segir Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís um verkið í samtali við Vísi. Hann stýrir aðgerðum við smíði varnargarðanna á Suðurnesjum. Ari segir að það þýði þó ekki að hægt að segja til um það nákvæmlega hvenær verkinu verður lokið á þessum tímapunkti. Eins og fram hefur komið hafa verktakar sótt hluta jarðvegs til verksins úr námu í Stapafelli, vestan Grindavíkurvegar. „Hins vegar er það þannig að það náðist meiri efnistaka á staðnum. Það var auðveldara fyrir okkur að vinna með hraunefnið á staðnum og vinna það í garðinn. Það þýðir að það var minna efni sem þurfti að flytja að.“ Það útskýrir hvers vegna þetta gengur hraðar en von var á? „Já. Og svo bara gengur vel. Það er bara góður taktur í þeim verktökum sem eru hérna á staðnum. Og við höfum náttúrulega unnið á næturvöktum líka, þannig að það hefur gengið mjög vel. Fyrir utan að við stoppuðum í síðustu viku út af óveðri í rúman sólarhring, sem var út af vöktunarmálum hjá Veðurstofunni, til að tryggja öryggi manna.“ Orðnir misháir Eins og fram hefur komið eiga garðarnir að vera á bilinu sex til átta metra háir en það fer þó eftir landslagi. Sextíu til sjötíu manns vinna á svæðinu allan sólarhringinn. Ari segir að hæð varnargarðanna nú sé mismunandi eftir því hvar þeir eru. „Sumir garðarnir eru komnir upp í átta metra hæð. Á öðrum stöðum er þetta kannski svona þrír metrar. Við erum búnir að opna alla kaflana nema rétt í kringum Bláa lónið. Sem við erum með í undirbúningi núna,“ segir Ari. „Það er búið að opna alla hina kaflana og Sundhnjúkagarðurinn, sem er fyrir ofan Svartsengi, er kominn mjög langt, í einhverja sex metra hæð, eitthvað svoleiðis. Þannig að það hefur gengið mjög vel þar. Og svo sem á hinum líka.“ Fyrst að garðarnir eru meira úr hrauni af svæðinu, munu þeir þá falla betur inn í umhverfið? „Já já. Það er nú horft til þess að það sé líka kostur í því að nota efni af svæðinu, en vissulega erum við líka að keyra að á ákveðnum köflum, þannig að það verður blanda. En við reynum að hafa skilin ekki skörp og erum búin að gera töluvert í því að leggja línur þar sem hægt er að bæta ásýnd og svo verður það líka mögulega gert síðar.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Jarðhiti Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira
„Það er heldur á undan áætlun,“ segir Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís um verkið í samtali við Vísi. Hann stýrir aðgerðum við smíði varnargarðanna á Suðurnesjum. Ari segir að það þýði þó ekki að hægt að segja til um það nákvæmlega hvenær verkinu verður lokið á þessum tímapunkti. Eins og fram hefur komið hafa verktakar sótt hluta jarðvegs til verksins úr námu í Stapafelli, vestan Grindavíkurvegar. „Hins vegar er það þannig að það náðist meiri efnistaka á staðnum. Það var auðveldara fyrir okkur að vinna með hraunefnið á staðnum og vinna það í garðinn. Það þýðir að það var minna efni sem þurfti að flytja að.“ Það útskýrir hvers vegna þetta gengur hraðar en von var á? „Já. Og svo bara gengur vel. Það er bara góður taktur í þeim verktökum sem eru hérna á staðnum. Og við höfum náttúrulega unnið á næturvöktum líka, þannig að það hefur gengið mjög vel. Fyrir utan að við stoppuðum í síðustu viku út af óveðri í rúman sólarhring, sem var út af vöktunarmálum hjá Veðurstofunni, til að tryggja öryggi manna.“ Orðnir misháir Eins og fram hefur komið eiga garðarnir að vera á bilinu sex til átta metra háir en það fer þó eftir landslagi. Sextíu til sjötíu manns vinna á svæðinu allan sólarhringinn. Ari segir að hæð varnargarðanna nú sé mismunandi eftir því hvar þeir eru. „Sumir garðarnir eru komnir upp í átta metra hæð. Á öðrum stöðum er þetta kannski svona þrír metrar. Við erum búnir að opna alla kaflana nema rétt í kringum Bláa lónið. Sem við erum með í undirbúningi núna,“ segir Ari. „Það er búið að opna alla hina kaflana og Sundhnjúkagarðurinn, sem er fyrir ofan Svartsengi, er kominn mjög langt, í einhverja sex metra hæð, eitthvað svoleiðis. Þannig að það hefur gengið mjög vel þar. Og svo sem á hinum líka.“ Fyrst að garðarnir eru meira úr hrauni af svæðinu, munu þeir þá falla betur inn í umhverfið? „Já já. Það er nú horft til þess að það sé líka kostur í því að nota efni af svæðinu, en vissulega erum við líka að keyra að á ákveðnum köflum, þannig að það verður blanda. En við reynum að hafa skilin ekki skörp og erum búin að gera töluvert í því að leggja línur þar sem hægt er að bæta ásýnd og svo verður það líka mögulega gert síðar.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Jarðhiti Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira