Unnið dag og nótt að byggingu varnargarðanna Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. nóvember 2023 22:28 Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Vísir/Arnar Við Grindavíkurveg eru framkvæmdir í fullum gangi. Þar er unnið dag og nótt að því að reisa varnargarða sem eiga að vernda orkuverið í Svartsengi ef til eldgoss kemur. Varnargarðarnir eru þegar orðnir milli þrjú og fjögur hundruð metra langir. „Byrjuðum bara hérna rétt eftir hádegi í gær. Og þurftum reyndar frá að hverfa eftir tæplega klukkutíma vinnu vegna þessa gass sem mældist. En byrjuðum svo aftur milli fimm og sex í gær og erum búin að vera hér að vinna í alla nótt með jarðýtur og gröfur,“ segir Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Mesta vinnan í dag hefur farið í varnargarðinn sem liggur með fram Grindavíkurvegi, eða Sundhnúksgarðinn. „Við erum búin að vinna hérna kannski þrjú fjögur hundruð metra í þriggja metra hæð frá því í gærkvöldi,“ segir Arnar. Hann segir að stefnt sé á að byggja inn að Sýlingarfelli og loka garðinum þar. „Það er svona komið af stað en ekki lengra.“ Hversu mikið efni þurfið þið að koma með og hversu mikið af hrauninu á svæðinu getið þið notað af hrauninu sem er hérna? „Það er erfitt og við viljum ekki raska það of mikið. Við reynum svona að draga það aðeins að okkur þeim megin sem ráðgert er að hraunið renni. Þá búum við líka til ákveðna rennslisleið fyrir hraun sem kemur að garðinum og nær þá að renna með fram honum,“ segir Arnar. „Og síðan eftir þörfum ráðgerum við þá og byrjum á því að byggja þriggja metra garð, viðmiðið, og svo kannski fimm og átta, ef við þurfum að hækka.“ Arnar segir skipulagninguna á varnargörðunum byggja á reynslu síðustu gosa. „Það sýndi sig að menn gátu að einhverju leyti hægt á og beint rennsli í aðra átt en ef hraunið er mjög þunnfljótandi þá er illviðráðið. En meðan það er seigfljótandi er hægt að stýra því eitthvað,“ segir Arnar að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Byrjuðum bara hérna rétt eftir hádegi í gær. Og þurftum reyndar frá að hverfa eftir tæplega klukkutíma vinnu vegna þessa gass sem mældist. En byrjuðum svo aftur milli fimm og sex í gær og erum búin að vera hér að vinna í alla nótt með jarðýtur og gröfur,“ segir Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Mesta vinnan í dag hefur farið í varnargarðinn sem liggur með fram Grindavíkurvegi, eða Sundhnúksgarðinn. „Við erum búin að vinna hérna kannski þrjú fjögur hundruð metra í þriggja metra hæð frá því í gærkvöldi,“ segir Arnar. Hann segir að stefnt sé á að byggja inn að Sýlingarfelli og loka garðinum þar. „Það er svona komið af stað en ekki lengra.“ Hversu mikið efni þurfið þið að koma með og hversu mikið af hrauninu á svæðinu getið þið notað af hrauninu sem er hérna? „Það er erfitt og við viljum ekki raska það of mikið. Við reynum svona að draga það aðeins að okkur þeim megin sem ráðgert er að hraunið renni. Þá búum við líka til ákveðna rennslisleið fyrir hraun sem kemur að garðinum og nær þá að renna með fram honum,“ segir Arnar. „Og síðan eftir þörfum ráðgerum við þá og byrjum á því að byggja þriggja metra garð, viðmiðið, og svo kannski fimm og átta, ef við þurfum að hækka.“ Arnar segir skipulagninguna á varnargörðunum byggja á reynslu síðustu gosa. „Það sýndi sig að menn gátu að einhverju leyti hægt á og beint rennsli í aðra átt en ef hraunið er mjög þunnfljótandi þá er illviðráðið. En meðan það er seigfljótandi er hægt að stýra því eitthvað,“ segir Arnar að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira