Maður sem kveikti í eigin veitingastað fer ekki fyrir Hæstarétt Jón Þór Stefánsson skrifar 28. nóvember 2023 10:55 Kveikt var í Kebab House við Hafnargötu í Keflavík í júní árið 2020. Vísir/Þorgils Málskotsbeiðni manns sem hefur verið sakfelldur fyrir að kveikja í eigin veitingastað í Reykjanesbæ árið 2020 hefur verið hafnað. Mál hans verður því ekki tekið fyrir í Hæstarétti. Landsréttur staðfesti í haust dóm héraðsdóms í málinu, þar sem manninum er gert að sæta tveggja ára og þriggja mánaða fangelsisvist. Maðurinn vildi meina að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng, jafnframt sagði hann það hafa verulega almenna þýðingu og ætti því erindi við Hæstarétt. Það væri sérstaklega vegna matsgerðar lögreglu í málinu, sem hann vildi meina að væri einhliða. Þá stæðist mat Landsréttar á matsgerðinni ekki skoðun að mati mannsins. Maðurinn er á fimmtugsaldri og rak veitingastaðinn Kebab House í Reykjanesbæ. Honum var gefið að sök að kveikja í húsnæði staðarins á á tveimur mismunandi stöðum. Hann bar fyrir sig að kviknað hefði í djúpsteikingarpotti, en rannsakendur málsins töldu ljóst að svo væri ekki. Bæði Landsréttur og Héraðsdómur Reykjaness að þeirri niðurstöðu að með íkveikjunni hafi maðurinn skapað verulega almannahættu með íkveikjunni. Sagði auðgunarbrot ekki fullframið Málið varðaði ekki bara eldsvoðann heldur líka tilraun mannsins til fjársvika. Mánuði eftir brunann fór maðurinn á fund með vátryggingarfélaginu Sjóvá og krafði félagið um greiðslu bóta vegna tjónsins. Hann krafði félagið um bætur vegna rekstrarstöðvunar, en honum var hafnað um greiðslu bóta vegna þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að með framgöngu sinni hafi maðurinn gerst sekur um tilraun til fjársvika. Í málskotsbeiðni sinni sagði maðurinn það hafa verulega þýðingu hvort fjársvikabrotið hafi verið fullframið. Hann hafi ekki auðgast við brotið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að málið hefði ekki verulega almenna þýðingu, eða mjög mikilvægt af öðrum ástæðum. Því var beiðni mannsins um áfrýjunarleyfi hafnað. Reykjanesbær Dómsmál Tryggingar Veitingastaðir Efnahagsbrot Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Maðurinn vildi meina að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng, jafnframt sagði hann það hafa verulega almenna þýðingu og ætti því erindi við Hæstarétt. Það væri sérstaklega vegna matsgerðar lögreglu í málinu, sem hann vildi meina að væri einhliða. Þá stæðist mat Landsréttar á matsgerðinni ekki skoðun að mati mannsins. Maðurinn er á fimmtugsaldri og rak veitingastaðinn Kebab House í Reykjanesbæ. Honum var gefið að sök að kveikja í húsnæði staðarins á á tveimur mismunandi stöðum. Hann bar fyrir sig að kviknað hefði í djúpsteikingarpotti, en rannsakendur málsins töldu ljóst að svo væri ekki. Bæði Landsréttur og Héraðsdómur Reykjaness að þeirri niðurstöðu að með íkveikjunni hafi maðurinn skapað verulega almannahættu með íkveikjunni. Sagði auðgunarbrot ekki fullframið Málið varðaði ekki bara eldsvoðann heldur líka tilraun mannsins til fjársvika. Mánuði eftir brunann fór maðurinn á fund með vátryggingarfélaginu Sjóvá og krafði félagið um greiðslu bóta vegna tjónsins. Hann krafði félagið um bætur vegna rekstrarstöðvunar, en honum var hafnað um greiðslu bóta vegna þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að með framgöngu sinni hafi maðurinn gerst sekur um tilraun til fjársvika. Í málskotsbeiðni sinni sagði maðurinn það hafa verulega þýðingu hvort fjársvikabrotið hafi verið fullframið. Hann hafi ekki auðgast við brotið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að málið hefði ekki verulega almenna þýðingu, eða mjög mikilvægt af öðrum ástæðum. Því var beiðni mannsins um áfrýjunarleyfi hafnað.
Reykjanesbær Dómsmál Tryggingar Veitingastaðir Efnahagsbrot Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira