Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Grindvíkingar fengu að fara með flutningabíla inn í bæinn í dag, til að vitja fleiri muna en þeirra nauðsynja sem þeir hafa hingað til getað sótt. Þeir íbúar sem fréttastofa hitti á eru staðráðnir í að flytja aftur heim. Mögulegt er að hluti kvikunnar undir bænum sé storknaður.

Forsvarsmenn Hamas hafa frestað afhendingu gísla eins og til stóð að gert yrði í dag. Þeir segja að þeim verði ekki sleppt fyrr en Ísraelsmenn standi við loforð um að ferja hjálpargögn inn á Gasa svæðið.

Álag hefur aukist á geðsviði Landspítalans í samanburði við síðasta ár. Álagið er í takt við fólksfjölgun en fleiri erlendir ríkisborgarar leita þangað en áður. Yfirlæknir segir starfsmenn ráða við álagið en betra væri að geta haft fólk lengur

Þá förum við til Bolungarvíkur og sjáum nýja laxavinnslu, kíkjum í afmæli á Kaffibarinn og sjáum Hrútaskrána sem er ný komin úr prenti.

Þetta og fleira í stútfullum kvöldfréttatíma á slaginu klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×