Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Grindavíkingar fengu í fyrsta sinn frá rýmingu að fara frjálsir inn í bæinn í dag. Fjöldi fólks mætti til þess að bjarga eigum sínum, sumir til að sækja nokkra hluti en aðrir sóttu búslóðina. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíkjum við til Grindavíkur, skoðum skemmdir í bænum og ræðum við íbúa.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar hjóluðu í ríkisstjórnina í dag og gagnrýndu aðgerðaleysi í stórum málum. Einungis þrjú stjórnarmál hafa verið samþykkt á þinginu nú þegar þingveturinn er tæplega hálfnaður. Við verðum í beinni frá Alþingi.

Þá heyrum við í forseta Íslands sem var í opinberri heimsókn í Reykjavík í dag. Hann fór ansi víða og gæddi sér á ís í Árbænum. Við heyrum einnig í forseta borgarráðs um styttuna af séra Friðriki sem verður tekin niður, kíkjum á snjóframleiðslu sem er hafin í Bláfjöllum og sjáum myndir frá hátíðarhöldum vegna þakkargjörðarhátíðarinnar.

Í Íslandi í dag hittir Vala Matt Hrefnu Sætran sem gafst upp á hugmyndaleysi barna sinna í eldhúsinu og skrifaði matreiðslubók fyrir krakka.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×