Innlent

Tók hjól af barni vegna snjóboltakasts

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Lögreglan fékk í dag tilkynningu um ökumann sem tók reiðhjól af dreng í Hlíðahverfinu í Reykjavík. Drengurinn er sagður hafa kastað snjóbolta í bíl mannsins.

Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem að rætt var við hann um málið. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan fékk einnig tilkynningu um einstakling með hníf á lofti í Hlíðunum. Sá var fluttur á viðeigandi stofnun af lögreglu. Einnig var tilkynnt um ógnandi aðila í Strætó í Kópavogi.

Í Kópavogi var einnig tilkynnt um bílveltu, en bílstjórinn hlaut óverulega áverka. Og í Garðabæ var lögreglu tilkynnt um deilur manna um byggingu á bílskúr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×