Kannast ekki við útilokun Arnars Jakob Bjarnar og Jón Þór Stefánsson skrifa 22. nóvember 2023 21:33 „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að hann verði ekki kallaður inn,“ segir Hildur um meinta útilokun Arnars. Vísir/ÞÞ/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að sjá til þess að Arnar Þór Jónsson, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, muni ekki taka sæti á Alþingi fyrir flokkinn. Sjálfur hefur Arnar haldið hinu gagnstæða fram. Hann segist hafa áreiðanlegar heimildir fyurir því að allt verði gert til að hann taki ekki sæti fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. „Kannski hef ég verið of leiðinlegur / of hvass við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í gagngjald hef ég fengið þau skilaboð að mér verði aldrei hleypt aftur inn á Alþingi sem varamanni,“ skrifaði Arnar á bloggsíðu sína. Hildur Sverrisdóttir vill hins vegar meina að hann sé í nákvæmlega sömu stöðu og aðrir varaþingmenn flokksins. Staðan sé hreinlega sú að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu sérstaklega hraustir. „Þingmenn flokksins eru heilt yfir blessunarlega frekar heilsuhraustir. Það eru skýrar reglur hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins að varaþingmenn eru eingöngu kallaðir inn ef brýn nauðsyn er vegna þess kostnaðar sem af því hlýst fyrir ríkissjóð. Arnar Þór er í nákvæmlega eins stöðu hvað það varðar eins og allir aðrir varaþingmenn flokksins og engin ákvörðun hefur verið tekin um að hann sérstaklega muni ekki vera kallaður inn,“ segir Hildur við Vísi. Veit ekki hvaða heimildir Arnar hefur fyrir sér Hildur heldur því fram að í Sjálfstæðisflokknum sé rými fyrir heilbrigð skoðanaskipti, og bætir við að Arnar Þór hafi sett margt gott og gagnlegt á dagskrá hjá flokknum. „Þó það eigi ekki við um öll mál alltaf eins og gengur. Það á við um alla kjörna fulltrúa flokksins,“ segir hún. „Hins vegar vekur það reyndar furðu mína að varaþingmaður sækist eftir því sérstaklega að taka sæti á þingi fyrir flokk sem hann hefur sagt opinberlega að muni leggja sitt að mörkum til að útrýma þeim flokki. En hann verður að eiga það við sjálfan sig.“ En hann segist hafa öruggar heimildir fyrir því að allt kapp sé lagt á að hann komist ekki að? „Ég veit ekki hvað hann hefur fyrir sér í því. En ég veit að það hefur engin ákvörðun verið tekin um að hann verði ekki kallaður inn.“ Alþingi Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Sjálfur hefur Arnar haldið hinu gagnstæða fram. Hann segist hafa áreiðanlegar heimildir fyurir því að allt verði gert til að hann taki ekki sæti fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. „Kannski hef ég verið of leiðinlegur / of hvass við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í gagngjald hef ég fengið þau skilaboð að mér verði aldrei hleypt aftur inn á Alþingi sem varamanni,“ skrifaði Arnar á bloggsíðu sína. Hildur Sverrisdóttir vill hins vegar meina að hann sé í nákvæmlega sömu stöðu og aðrir varaþingmenn flokksins. Staðan sé hreinlega sú að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu sérstaklega hraustir. „Þingmenn flokksins eru heilt yfir blessunarlega frekar heilsuhraustir. Það eru skýrar reglur hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins að varaþingmenn eru eingöngu kallaðir inn ef brýn nauðsyn er vegna þess kostnaðar sem af því hlýst fyrir ríkissjóð. Arnar Þór er í nákvæmlega eins stöðu hvað það varðar eins og allir aðrir varaþingmenn flokksins og engin ákvörðun hefur verið tekin um að hann sérstaklega muni ekki vera kallaður inn,“ segir Hildur við Vísi. Veit ekki hvaða heimildir Arnar hefur fyrir sér Hildur heldur því fram að í Sjálfstæðisflokknum sé rými fyrir heilbrigð skoðanaskipti, og bætir við að Arnar Þór hafi sett margt gott og gagnlegt á dagskrá hjá flokknum. „Þó það eigi ekki við um öll mál alltaf eins og gengur. Það á við um alla kjörna fulltrúa flokksins,“ segir hún. „Hins vegar vekur það reyndar furðu mína að varaþingmaður sækist eftir því sérstaklega að taka sæti á þingi fyrir flokk sem hann hefur sagt opinberlega að muni leggja sitt að mörkum til að útrýma þeim flokki. En hann verður að eiga það við sjálfan sig.“ En hann segist hafa öruggar heimildir fyrir því að allt kapp sé lagt á að hann komist ekki að? „Ég veit ekki hvað hann hefur fyrir sér í því. En ég veit að það hefur engin ákvörðun verið tekin um að hann verði ekki kallaður inn.“
Alþingi Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira