Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason segir fréttirnar.
Kolbeinn Tumi Daðason segir fréttirnar. Vísir

Hröðun hefur orðið á landrisi í Svartsengi síðasta sólarhringinn og Veðurstofa hefur stækkað hættusvæði í nágrenninu. Almannavarnir hafa kallað til björgunarsveitarfólk af öllu landinu og biðja vinnuveitendur þess um skilning.

Fjallað verður ítarlega um stöðuna í Grindavík í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sagt frá því helsta sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í morgun. Þá verður rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra í beinni útsendingu um frumvarp sem hann hefur lagt fram vegna launa Grindvíkinga.

Sýnt verður frá flutningi þrjátíu fyrirbura frá Gasaborg til Egyptalands, en þeir voru í lífshættu eftir sprengjuárás Ísraelsmanna á al-Shifa sjúkrahúsið. Þá verður fjallað um mikilvægi lífrænnar ræktunar og kíkt í útgáfuhóf hjá tíu ára krökkum sem gáfu út bók saman.

Í Íslandi í dag verður rætt við helvítis kokkinn um einfalda og ódýra jólahittinga og í sportpakkanum verður meðal annars rætt við Helenu Sverrisdóttur eina bestu körfuboltakonu landsins, sem er hætt í boltanum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.