Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. nóvember 2023 14:06 Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að það gjósi nærri Hagafelli, ef það gýs. Vísir/Arnar Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. Benedikt G. Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir enn líklegustu sviðsmyndina, ef til eldgoss kemur, að það gjósi nærri Hagafelli austan við Þorbjörn. „Það er þar sem við höfum sé kvikuinnflæði koma inn eftir að kvikugangurinn myndaðist. Það er grunnt og við höfum góða staðfestingu á því og horfum á það sem líklegustu staðsetningu fyrir upptök, ef til goss kemur,“ segir Benedikt. Hann segir erfitt að segja til um hvað það þýðir fyrir Grindavík. Svæðið sé nálægt vatnaskilum og það fari mjög eftir því hvar nákvæmlega kvika kæmi upp hvað það þýði fyrir byggð í Grindavík. Aðeins sé hægt að spá fyrir um hraunflæði þegar kvikan kemur upp. Spurður um landrisið við Svartsengi segir Benedikt að það þýði að enn flæði inn kvika í kvikuinnskotið. Hann segir svæðið hættusvæði og að það sé mikil vöktun í gangi hjá Veðurstofu. Það sé ekki endilega hættulegt að vinna á Svartsengissvæðinu en að það sé vel fylgst með því. Framkvæmdaaðilar séu nálægt mögulegum upptökum en að þeir ættu að hafa tíma til að koma sér burt áður en til eldgoss kæmi. Spurður hvað þurfi að gerast til að fólk fái að fara aftur heim segir Benedikt að í þá ákvörðun þurfi að taka meira til greina en bara jarðhræringar. „En á meðan ástandið er enn svona. Við sjáum kviku grunnt og hún gæti komið upp á yfirborðið þá er það engan veginn ráðlegt. En ekki okkar ákvörðun hvenær þau fari heim þótt svo það sé gert í samráði við okkur. Við þurfum allavega að láta einhvern tíma líða og að það sé ekki gos á leið þarna upp þangað til við getum ráðlagt eitthvað um það,“ segir Benedikt og að ástandið í bænum sé enn hættulegt. Það séu margar sprungur sem geti opnast frekar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira
Benedikt G. Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir enn líklegustu sviðsmyndina, ef til eldgoss kemur, að það gjósi nærri Hagafelli austan við Þorbjörn. „Það er þar sem við höfum sé kvikuinnflæði koma inn eftir að kvikugangurinn myndaðist. Það er grunnt og við höfum góða staðfestingu á því og horfum á það sem líklegustu staðsetningu fyrir upptök, ef til goss kemur,“ segir Benedikt. Hann segir erfitt að segja til um hvað það þýðir fyrir Grindavík. Svæðið sé nálægt vatnaskilum og það fari mjög eftir því hvar nákvæmlega kvika kæmi upp hvað það þýði fyrir byggð í Grindavík. Aðeins sé hægt að spá fyrir um hraunflæði þegar kvikan kemur upp. Spurður um landrisið við Svartsengi segir Benedikt að það þýði að enn flæði inn kvika í kvikuinnskotið. Hann segir svæðið hættusvæði og að það sé mikil vöktun í gangi hjá Veðurstofu. Það sé ekki endilega hættulegt að vinna á Svartsengissvæðinu en að það sé vel fylgst með því. Framkvæmdaaðilar séu nálægt mögulegum upptökum en að þeir ættu að hafa tíma til að koma sér burt áður en til eldgoss kæmi. Spurður hvað þurfi að gerast til að fólk fái að fara aftur heim segir Benedikt að í þá ákvörðun þurfi að taka meira til greina en bara jarðhræringar. „En á meðan ástandið er enn svona. Við sjáum kviku grunnt og hún gæti komið upp á yfirborðið þá er það engan veginn ráðlegt. En ekki okkar ákvörðun hvenær þau fari heim þótt svo það sé gert í samráði við okkur. Við þurfum allavega að láta einhvern tíma líða og að það sé ekki gos á leið þarna upp þangað til við getum ráðlagt eitthvað um það,“ segir Benedikt og að ástandið í bænum sé enn hættulegt. Það séu margar sprungur sem geti opnast frekar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira
Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08
Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35