Rúmlega eitt þúsund íbúðir eru í byggingu á Suðurlandi í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. nóvember 2023 13:31 Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem var með athyglisverðar tölur á fundinum á Selfossi í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Rúmlega eitt þúsund byggingar eru í byggingu á Suðurlandi í dag og á næstu tveimur árum þarf að byggja um þúsund íbúðir í viðbót samkvæmt spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) boðuðu til fundar í vikunni um atvinnuuppbyggingu og þróun íbúðamarkaðar á Suðurlandi í samstarfi við Byggðastofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Á fundinum var farið yfir stöðu á íbúðamarkaði á Suðurlandi, stafræn byggingarleyfi, nýsköpunarstyrki, hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu og þau lánaúrræði sem standa til boða, bæði hvað varðar rekstur og uppbyggingu íbúða á landsbyggðinni. Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var með tölur um fjölda bygginga á fundinum, sem eru í byggingu á Suðurlandi akkúrat í dag. „Þær eru rétt rúmlega þúsund íbúðir, sem við teljum núna byggingar á Suðurlandi. Ef við horfum á fimm ára tímabil þá hefur orðið gífurlegur vöxtur á Suðurlandi og á sama tíma er fólksfjölgun líka búin að vera gífurleg og fólksfjölgunin hefur núna undanfarið verið talsvert umfram spár jafnt á Suðurlandi eins og annars staðar á landinu,“ segir Elmar. Og á þessar glæru frá Elmari eru athyglisverðir punktar um stöðuna á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elmar segir að það þurfi að byggja meira á Suðurlandi. „Já, ef við horfum bara á fólksfjölgunina og spánna um íbúðaþörf þá virðist vera að við séum að ná þessu núna 2023 en það lítur ekkert sérstaklega vel út fyrir næsta ár og þar næsta. Það þarf að viðhalda stöðugu framboði nýrra íbúða og halda áfram að byggja og hefja ný verkefni.“ Er það mjög mikilvægt? „Það er lykilinn að því að við höldum stöðugleika á íbúðamarkaði og komum með jafnt og þétt framboð þannig að það sé ekki það margir að berjast um hverja einustu íbúð. Já, þannig að stöðugleikinn er að halda jöfnu framboði nýrra íbúða,“ segir Elmar. En hvað með verðbólguna og háa vexti, hafi þessir þættir ekki mikið að segja? „Já, það hækkar allt saman en það sem vegur þyngst núna er vaxtarstigið og fjármagnskostnaður í byggingageiranum og vaxtarstigið varðandi afborganir á lánum.“ En þú ert bjartsýnn þrátt fyrir allt? „Maður verður að vera það, það þýðir ekkert annað,“ segir Elmar. Ein af glærunum frá Elmari.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Húsnæðismál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) boðuðu til fundar í vikunni um atvinnuuppbyggingu og þróun íbúðamarkaðar á Suðurlandi í samstarfi við Byggðastofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Á fundinum var farið yfir stöðu á íbúðamarkaði á Suðurlandi, stafræn byggingarleyfi, nýsköpunarstyrki, hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu og þau lánaúrræði sem standa til boða, bæði hvað varðar rekstur og uppbyggingu íbúða á landsbyggðinni. Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var með tölur um fjölda bygginga á fundinum, sem eru í byggingu á Suðurlandi akkúrat í dag. „Þær eru rétt rúmlega þúsund íbúðir, sem við teljum núna byggingar á Suðurlandi. Ef við horfum á fimm ára tímabil þá hefur orðið gífurlegur vöxtur á Suðurlandi og á sama tíma er fólksfjölgun líka búin að vera gífurleg og fólksfjölgunin hefur núna undanfarið verið talsvert umfram spár jafnt á Suðurlandi eins og annars staðar á landinu,“ segir Elmar. Og á þessar glæru frá Elmari eru athyglisverðir punktar um stöðuna á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elmar segir að það þurfi að byggja meira á Suðurlandi. „Já, ef við horfum bara á fólksfjölgunina og spánna um íbúðaþörf þá virðist vera að við séum að ná þessu núna 2023 en það lítur ekkert sérstaklega vel út fyrir næsta ár og þar næsta. Það þarf að viðhalda stöðugu framboði nýrra íbúða og halda áfram að byggja og hefja ný verkefni.“ Er það mjög mikilvægt? „Það er lykilinn að því að við höldum stöðugleika á íbúðamarkaði og komum með jafnt og þétt framboð þannig að það sé ekki það margir að berjast um hverja einustu íbúð. Já, þannig að stöðugleikinn er að halda jöfnu framboði nýrra íbúða,“ segir Elmar. En hvað með verðbólguna og háa vexti, hafi þessir þættir ekki mikið að segja? „Já, það hækkar allt saman en það sem vegur þyngst núna er vaxtarstigið og fjármagnskostnaður í byggingageiranum og vaxtarstigið varðandi afborganir á lánum.“ En þú ert bjartsýnn þrátt fyrir allt? „Maður verður að vera það, það þýðir ekkert annað,“ segir Elmar. Ein af glærunum frá Elmari.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Húsnæðismál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira