Innlent

Glæsi­leg sýning á skrautdúfum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Tumi Kolbeinsson einn af forsvarsmönnum skrautdúfusýningarinnar er mjög ánægður með daginn og hvað hann tókst vel.
Tumi Kolbeinsson einn af forsvarsmönnum skrautdúfusýningarinnar er mjög ánægður með daginn og hvað hann tókst vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þær voru skrautlegar dúfurnar sem voru til sýnis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag en um eitt hundrað skrautdúfur voru á sýningunni, meðal annars hláturdúfur.

Sýningin varsamstarfsverkefni áhugafólks um ræktun skrautdúfna, Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og Dýraþjónustu Reykjavíkur. Fuglarnir voru af allskonar stærðum og gerðum, allir mjög skrautlegir og fallegir.

„Það er búið að vera að flytja inn talsvert af þessum fuglum undan farin ár svo þetta er rjóminn af því besta, sem er hérna núna og mikil fjölbreytni í þessu,” segir Tumi Kolbeinsson forsvarsmaður skrautdúfusýningarinnar.

Og dúfunum líður vel á Íslandi eða hvað?

„Já, já, það er fínt loftslag fyrir þær og þær þola kulda alveg lon og don. Það þarf bara að búa vel að þeim og hafa ekki of mikið af þeim í einu, það er svona helsta hættan að menn fari að troða of mikið í kofana,” segir Tumi.

Margar mjög fallegar og sérstakar dúfur voru á sýningunni enda voru fjölmargir ræktendur með sína bestu fugla á sýningunni af allavega 20 tegundum í fjölmörgum litum. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ragnar Sigurjónsson í Brandshúsum í Flóahreppi var með nokkrar skrautdúfur á sýningunni, meðal annars dúfur með mjög sérstakan lit, lit sem hefur ekki sést á Íslandi áður.

„Þessi fugl hefur fæðst hvítur og fær svona meira svart í sig. Unginn á móti honum fæddist svartur og fær meira hvítt í sig, sem er alveg stórmerkilegt, segir Ragnar.

Það voru líka hláturdúfur á sýningu dagsins.

„Já, þær eru mjög skemmtilegar og það liggur við að þær hlægi, þær gefa frá sér sérstakt hljóð,” bætir Ragnar við.

Ragnar með eina af hláturdúfum dagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×