Vaktin: Nýtt kerfi fyrir Grindvíkinga Hólmfríður Gísladóttir, Margrét Björk Jónsdóttir, Lovísa Arnardóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 17. nóvember 2023 06:34 Til stóð að hleypa íbúum Grindavíkur sem höfðu fengið boð, inn til klukkan 14. Aðgerðum var hætt klukkan 11 vegna öryggisráðstafanna. Vísir/Vilhelm Um 1400 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Reykjanesinu frá miðnætti. Mest er um smáskjálfta undir 1 að stærð, en í morgun kl. 6.35 mældist skjálfti við Hagafell sem var 3.0 að stærð. Helstu tíðindi: Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur enn töluverðar líkur á gosi, en líklega yrði það í minni kantinum og í líkingu við gos síðustu ára. Kvikugas mældist í borholu í Svartsengi norðan Þorbjarnar í gær. Frekari mælingar verða gerðar í dag. HS Veitur sögðu í gær að rof hefðu orðið á rafstrengum og lögnum vegna sprungunnar sem nú liggur í gegnum bæinn. Íbúum á rauða svæðinu, hættulegasta svæði Grindavíkur fengu boð um að komast til að sækja eigur í morgun. Sú aðgerð hófst klukkan níu í morgun en klukkan ellefu var þeim hætt vegna öryggisráðstafanna. Forsvarsmönnum fyrirtækja var hleypt inn klukkan 14. Foreldrum leik- og grunnskólabarna í Grindavík var boðið samverustundar í Laugardalshöll klukkan 13 í dag. Hér fyrir neðan má sjá útsýnið úr vefmyndavél Vísis á Þorbirni: Og hér má sjá útsýnið úr vefmyndavél Vísis sem beinist að Grindavík: Fréttastofa fylgist með þróun mála í allan dag. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni (F5).
Helstu tíðindi: Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur enn töluverðar líkur á gosi, en líklega yrði það í minni kantinum og í líkingu við gos síðustu ára. Kvikugas mældist í borholu í Svartsengi norðan Þorbjarnar í gær. Frekari mælingar verða gerðar í dag. HS Veitur sögðu í gær að rof hefðu orðið á rafstrengum og lögnum vegna sprungunnar sem nú liggur í gegnum bæinn. Íbúum á rauða svæðinu, hættulegasta svæði Grindavíkur fengu boð um að komast til að sækja eigur í morgun. Sú aðgerð hófst klukkan níu í morgun en klukkan ellefu var þeim hætt vegna öryggisráðstafanna. Forsvarsmönnum fyrirtækja var hleypt inn klukkan 14. Foreldrum leik- og grunnskólabarna í Grindavík var boðið samverustundar í Laugardalshöll klukkan 13 í dag. Hér fyrir neðan má sjá útsýnið úr vefmyndavél Vísis á Þorbirni: Og hér má sjá útsýnið úr vefmyndavél Vísis sem beinist að Grindavík: Fréttastofa fylgist með þróun mála í allan dag. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni (F5).
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira