Nýr Baldur siglir til Stykkishólms í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2023 11:11 Breiðafjarðarferjan Baldur í reynslusiglingu á Hafnarfirði fyrir helgi. Ívar Fannar Arnarsson Nýja Breiðafjarðarferjan Baldur er að verða tilbúin í áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar um Flatey. Komu skipsins verður fagnað með athöfn í Stykkishólmi á morgun. Stefnt er að því að ferjan sigli frá Hafnarfirði í dag eftir breytingar og endurbætur í Vélsmiðju Orms og Víglundar. „Við vonumst til að geta siglt frá Hafnarfirði um miðjan dag. Ætli við séum ekki sjö til átta tíma á leiðinni þannig að við verðum í Stykkishólmi einhvern tímann í kvöld,“ sagði Matthías Arnar Þorgrímsson, skipstjóri á Baldri, í samtali við fréttastofu fyrir hádegi. Uppfært klukkan 17:50: Áætlað er að Baldur sigli af stað vestur í Stykkishólm um klukkan 18:30. Matthías Arnar Þorgrímsson er skipstjóri á Breiðafjarðarferjunni Baldri.Ívar Fannar Arnarsson Þetta verður þó ekki í fyrsta sinn sem ferjan kemur til sinnar nýju heimahafnar. Á leiðinni frá Norður-Noregi, þaðan sem hún var keypt notuð, sigldi hún norður fyrir landið og inn á Breiðafjörð þann 20. september og prófaði þá ferjubryggjurnar á Brjánslæk og í Stykkishólmi. Vegagerðin hefur boðið til formlegrar móttökuathafnar í Stykkishólmi milli klukkan 15 og 17 á morgun, föstudag. Þá gefst íbúum og öðrum áhugasömum tækifæri til að þiggja kaffi og kökur um borð í Baldri og skoða farþegarými skipsins. Úr farþegsal nýja Baldurs.Ívar Fannar Arnarsson Stefnt er að því að fyrsta áætlunarsigling skipsins yfir Breiðafjörð verði á sunnudag, 19. nóvember, að sögn Jóhönnu Óskar Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Sæferða, sem munu annast rekstur ferjunnar. Íbúar norðan Breiðafjarðar fá tækifæri til að skoða ferjuna á Brjánslæk á sunnudag milli klukkan 17 og 18. Jóhanna segir að fram til áramóta verði haldið sömu áætlun og gamla ferjan sigldi á. Sú áætlun verði endurskoðuð eftir áramót þegar reynsla verður komin á nýju ferjuna. Hún er hraðskreiðari en sú fyrri og eru því vonir bundnar við að hægt verði að stytta siglingartímann yfir Breiðafjörð, jafnvel niður undir tvær klukkustundir. Fjallað var um nýja Baldur í frétt Stöðvar 2 í síðustu viku, sem sjá má hér: Ferjan Baldur Skipaflutningar Stykkishólmur Vesturbyggð Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48 Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. 30. október 2023 14:35 Röst leysir Baldur af hólmi Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor. 7. júlí 2023 10:15 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Stefnt er að því að ferjan sigli frá Hafnarfirði í dag eftir breytingar og endurbætur í Vélsmiðju Orms og Víglundar. „Við vonumst til að geta siglt frá Hafnarfirði um miðjan dag. Ætli við séum ekki sjö til átta tíma á leiðinni þannig að við verðum í Stykkishólmi einhvern tímann í kvöld,“ sagði Matthías Arnar Þorgrímsson, skipstjóri á Baldri, í samtali við fréttastofu fyrir hádegi. Uppfært klukkan 17:50: Áætlað er að Baldur sigli af stað vestur í Stykkishólm um klukkan 18:30. Matthías Arnar Þorgrímsson er skipstjóri á Breiðafjarðarferjunni Baldri.Ívar Fannar Arnarsson Þetta verður þó ekki í fyrsta sinn sem ferjan kemur til sinnar nýju heimahafnar. Á leiðinni frá Norður-Noregi, þaðan sem hún var keypt notuð, sigldi hún norður fyrir landið og inn á Breiðafjörð þann 20. september og prófaði þá ferjubryggjurnar á Brjánslæk og í Stykkishólmi. Vegagerðin hefur boðið til formlegrar móttökuathafnar í Stykkishólmi milli klukkan 15 og 17 á morgun, föstudag. Þá gefst íbúum og öðrum áhugasömum tækifæri til að þiggja kaffi og kökur um borð í Baldri og skoða farþegarými skipsins. Úr farþegsal nýja Baldurs.Ívar Fannar Arnarsson Stefnt er að því að fyrsta áætlunarsigling skipsins yfir Breiðafjörð verði á sunnudag, 19. nóvember, að sögn Jóhönnu Óskar Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Sæferða, sem munu annast rekstur ferjunnar. Íbúar norðan Breiðafjarðar fá tækifæri til að skoða ferjuna á Brjánslæk á sunnudag milli klukkan 17 og 18. Jóhanna segir að fram til áramóta verði haldið sömu áætlun og gamla ferjan sigldi á. Sú áætlun verði endurskoðuð eftir áramót þegar reynsla verður komin á nýju ferjuna. Hún er hraðskreiðari en sú fyrri og eru því vonir bundnar við að hægt verði að stytta siglingartímann yfir Breiðafjörð, jafnvel niður undir tvær klukkustundir. Fjallað var um nýja Baldur í frétt Stöðvar 2 í síðustu viku, sem sjá má hér:
Ferjan Baldur Skipaflutningar Stykkishólmur Vesturbyggð Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48 Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. 30. október 2023 14:35 Röst leysir Baldur af hólmi Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor. 7. júlí 2023 10:15 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48
Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. 30. október 2023 14:35
Röst leysir Baldur af hólmi Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor. 7. júlí 2023 10:15