„Þessu er ekki lokið“ Aron Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2023 13:01 Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta Vísir/Egill Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, er brattur fyrir leik liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í Bratislava í kvöld. Ísland þarf sigur úr leiknum til að halda möguleikum sínum í riðlinum á EM sæti lifandi fyrir lokaumferðina. Jafntefli eða sigur Slóvakíu tryggir þeim EM sæti. Hareide, sem tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrr á árinu er ekki búinn að gefa baráttuna í undankeppninni upp á bátinn þó svo að Ísland þurfi að vinna bæði Slóvakíu sem og Portúgal og tryggja á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. „Þessu er ekki lokið. Það getur allt gerst í fótboltanum og við þurfum, svo lengi sem það er möguleiki til staðar, að sækja til sigurs. Það er staðan í leik okkar við Slóvakíu. Svo þurfum við að bíða til leiksloka í lokaumferðinni og sjá hvað setur. Það er einn hluti af þessari vegferð hjá okkur. Svo þurfum við að sjá til þess að byggja upp sterkt lið til að geta tekið á mögulegum anstæðingum okkar í umspili í mars. Það skiptir okkur miklu máli að ná í góð úrslit. Með því byggjum við upp sjálfstraustið í liðinu. Við höfum verið óheppnir og ekki nægilega góðir í nokkrum leikjum en aðallega óheppnir. Sér í lagi í fyrri leiknum við Slóvakana. Þar fóru mörg góð færi í súginn hjá okkur og þeir taka sigurinn með sjálfsmarki.“ Slóvakía sé næstbesta liðið í riðlinum samkvæmt töflunni. „Og við tókum leikinn til þeirra í fyrri leiknum. Það eru því miklir möguleikar í stöðunni fyrir okkur í leiknum gegn þeim hér. Mikilvægt fyrir okkur að vera samkeppnishæfir í leikjunum á móti liðum eins og Slóvakíu. Ég tel að það verði raunin núna.“ En býr enn trú meðal íslenska landsliðsins á því að liðið geti tryggt sér sæti í gegnum þessa undankeppni? „Það getur margt gerst í fótboltanum. Það er það fallega í þessu. Oft á tíðum eiga sér stað úrslit sem þú áttir ekki von á. Það sem við getum gert er að koma okkur í góða stöðu fyrir leikinn gegn Portúgal. Það gerum við með því að vinna Slóvakíu.“ Klippa: Age Hareide: Þessu er ekki lokið EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sjá meira
Hareide, sem tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrr á árinu er ekki búinn að gefa baráttuna í undankeppninni upp á bátinn þó svo að Ísland þurfi að vinna bæði Slóvakíu sem og Portúgal og tryggja á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. „Þessu er ekki lokið. Það getur allt gerst í fótboltanum og við þurfum, svo lengi sem það er möguleiki til staðar, að sækja til sigurs. Það er staðan í leik okkar við Slóvakíu. Svo þurfum við að bíða til leiksloka í lokaumferðinni og sjá hvað setur. Það er einn hluti af þessari vegferð hjá okkur. Svo þurfum við að sjá til þess að byggja upp sterkt lið til að geta tekið á mögulegum anstæðingum okkar í umspili í mars. Það skiptir okkur miklu máli að ná í góð úrslit. Með því byggjum við upp sjálfstraustið í liðinu. Við höfum verið óheppnir og ekki nægilega góðir í nokkrum leikjum en aðallega óheppnir. Sér í lagi í fyrri leiknum við Slóvakana. Þar fóru mörg góð færi í súginn hjá okkur og þeir taka sigurinn með sjálfsmarki.“ Slóvakía sé næstbesta liðið í riðlinum samkvæmt töflunni. „Og við tókum leikinn til þeirra í fyrri leiknum. Það eru því miklir möguleikar í stöðunni fyrir okkur í leiknum gegn þeim hér. Mikilvægt fyrir okkur að vera samkeppnishæfir í leikjunum á móti liðum eins og Slóvakíu. Ég tel að það verði raunin núna.“ En býr enn trú meðal íslenska landsliðsins á því að liðið geti tryggt sér sæti í gegnum þessa undankeppni? „Það getur margt gerst í fótboltanum. Það er það fallega í þessu. Oft á tíðum eiga sér stað úrslit sem þú áttir ekki von á. Það sem við getum gert er að koma okkur í góða stöðu fyrir leikinn gegn Portúgal. Það gerum við með því að vinna Slóvakíu.“ Klippa: Age Hareide: Þessu er ekki lokið
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sjá meira