Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frettastofa_2021_1080x720_05 (2)

Grindvíkingar biðu í röðum eftir að komast heim til að sækja nauðsynjar í dag. Margir hverjir eru gagnrýnir á skipulag almannavarna við að hleypa fólki og fyrirtækjum inn í bæinn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við íbúa í röðinni, þar á meðal hjón sem voru að reyna í fjórða sinn.

Fréttamaður okkar Kristín Ólafsdóttir fór til Grindavíkur í dag og ræddi við erlenda blaðamenn sem biðu í röðum eftir að komast í bæinn, sem sömuleiðis furðuðu sig á fyrirkomulaginu. Jörð hrærist enn í Grindavík og hafa þar opnast nýjar sprungur í dag.

Þá verður farið yfir framkvæmdir við varnargarða í kring um virkjunina í Svartsengi og rætt verður við Víði Reynisson yfirlögregluþjónn í beinni útsendingu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×