Blöskrar skipulagsleysi: „Þetta mun aldrei verða samt aftur“ Oddur Ævar Gunnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. nóvember 2023 11:36 Jón Pálmar og Helga voru í bílaröðinni við Grindavík í annað sinn í dag. Vísir Jón Pálmar Ragnarsson og Helga Rut Hallgrímsdóttir, íbúar í Grindavík, hafa reynt fjórum sinnum að ná í nauðsynjar á heimili sitt í bænum án árangurs. Þau gefa skipulagi viðbragðsaðila falleinkunn. „Þetta er líklega í fjórða skiptið sem við reynum að komast hingað inn. Það er aldrei hægt. Skipulagið hérna virðist vera bara ekkert, aðgerðarstjórn lögreglunnar á Suðurnesjum í molum, mér sýnist það,“ segir Jón Pálmar í samtali við fréttastofu. Þau hjónin voru tekin tali í bílaröðinni fyrir utan bæinn í morgun. Gæti sagt svo margt „Fyrirtæki fá að fara hérna inn hægri vinstri. Jón og Margeir fá að fara hérna inn á fimmtán vörubílum klukkan níu á Suðurstrandarveg, við vorum þar, fram fyrir alla í röðinni. Þorbjörn og fleiri fiskfyrirtæki fá að ferja fisk eins og enginn sé morgundagurinn en íbúum er ekki hleypt inn. Ég gæti sagt svo margt hérna, ég veit ekki hvort að það borgar sig, en mér er misboðið þetta fyrirkomulag.“ Þau Helga hafa fjórum sinnum fengið neitun við lokunarpósta inn í bæinn og tvisvar í dag. Segja þau það vera vegna þess að þau búi á hættusvæði. Þið hafið bara beðið? „Við höfum bara beðið, fylgt fyrirmælum og sagt hvar við búum. Það er líka eitt klúður þegar þeir hleyptu öllum þarna inn í fyrradag. Það var ekkert tekið niður hvar býrðu, hver ertu. Þú hefðir getað farið inn, verandi hvaða innbrotsþjófur sem er og tekið hvað sem er. Það hef ég virkilega mikið við að athuga. Svona fyrirkomulag bara gengur ekkert upp. Allavega fá Úlfar Lúðvíksson og Hjálmar Hallgrímsson engar einkunnir hér í dag frá mér. Þeir geta farið að gera eitthvað annað.“ Engar smákökur eða hrærivélar Þar vísar Jón Pálmar til þeirra Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum og Hjálmars Hallgrímssonar, yfirlögregluþjóns. Þau hjónin hafa haldið til í Kópavogi undanfarna daga. Þau segjast ekki vera að reyna að ná í neinar smákökur og hrærivél í húsið sitt, heldur sínar helstu eigur, til að mynda vinnubíl. „Bara að koma þessu burt. Þá erum við sátt í bili,“ segir Jón. „Við erum bara að reyna að ná þessu út. Það fer mikill tími og peningur í að reyna þetta. Við erum allavega ekki að vinna neitt á meðan eða að sinna börnunum okkar.“ Hvernig blasir framtíðin við? „Ég veit það ekki. Það verður bara að ráðast. Tímabundin búseta annars staðar. En ég er farinn að líta þannig á að það sé best fyrir bæjarbúa að vera borgaðir út. Eða, hvort sem það er borgað út, eða að hraun bara flæði yfir Grindavík og það verði allir borgaðir út, út af því eða öðru. Það er margt þarna ónýtt. Þetta mun aldrei verða samt aftur þarna, nei.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
„Þetta er líklega í fjórða skiptið sem við reynum að komast hingað inn. Það er aldrei hægt. Skipulagið hérna virðist vera bara ekkert, aðgerðarstjórn lögreglunnar á Suðurnesjum í molum, mér sýnist það,“ segir Jón Pálmar í samtali við fréttastofu. Þau hjónin voru tekin tali í bílaröðinni fyrir utan bæinn í morgun. Gæti sagt svo margt „Fyrirtæki fá að fara hérna inn hægri vinstri. Jón og Margeir fá að fara hérna inn á fimmtán vörubílum klukkan níu á Suðurstrandarveg, við vorum þar, fram fyrir alla í röðinni. Þorbjörn og fleiri fiskfyrirtæki fá að ferja fisk eins og enginn sé morgundagurinn en íbúum er ekki hleypt inn. Ég gæti sagt svo margt hérna, ég veit ekki hvort að það borgar sig, en mér er misboðið þetta fyrirkomulag.“ Þau Helga hafa fjórum sinnum fengið neitun við lokunarpósta inn í bæinn og tvisvar í dag. Segja þau það vera vegna þess að þau búi á hættusvæði. Þið hafið bara beðið? „Við höfum bara beðið, fylgt fyrirmælum og sagt hvar við búum. Það er líka eitt klúður þegar þeir hleyptu öllum þarna inn í fyrradag. Það var ekkert tekið niður hvar býrðu, hver ertu. Þú hefðir getað farið inn, verandi hvaða innbrotsþjófur sem er og tekið hvað sem er. Það hef ég virkilega mikið við að athuga. Svona fyrirkomulag bara gengur ekkert upp. Allavega fá Úlfar Lúðvíksson og Hjálmar Hallgrímsson engar einkunnir hér í dag frá mér. Þeir geta farið að gera eitthvað annað.“ Engar smákökur eða hrærivélar Þar vísar Jón Pálmar til þeirra Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum og Hjálmars Hallgrímssonar, yfirlögregluþjóns. Þau hjónin hafa haldið til í Kópavogi undanfarna daga. Þau segjast ekki vera að reyna að ná í neinar smákökur og hrærivél í húsið sitt, heldur sínar helstu eigur, til að mynda vinnubíl. „Bara að koma þessu burt. Þá erum við sátt í bili,“ segir Jón. „Við erum bara að reyna að ná þessu út. Það fer mikill tími og peningur í að reyna þetta. Við erum allavega ekki að vinna neitt á meðan eða að sinna börnunum okkar.“ Hvernig blasir framtíðin við? „Ég veit það ekki. Það verður bara að ráðast. Tímabundin búseta annars staðar. En ég er farinn að líta þannig á að það sé best fyrir bæjarbúa að vera borgaðir út. Eða, hvort sem það er borgað út, eða að hraun bara flæði yfir Grindavík og það verði allir borgaðir út, út af því eða öðru. Það er margt þarna ónýtt. Þetta mun aldrei verða samt aftur þarna, nei.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira