Segir það verða erfiðari ákvörðun að hleypa fólki aftur til Grindavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2023 19:19 Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, og Freysteinn Sigmundsson, jarðvísindamaður við Háskóla Íslands, fjölluðu um náttúruhamfarirnar í Grindavík. Vilhelm Gunnarsson Jarðvísindamennirnir Freysteinn Sigmundsson og Kristín Jónsdóttir telja nokkrar vikur að lágmarki í að Grindvíkingar komist aftur heim til sín. Kristín segir það kannski auðvelda ákvörðun að rýma en það verði alltaf erfiðari ákvörðun að hleypa fólki til baka. Þetta kom fram í umræðuþættinum Pallborðinu á Vísi í dag en þar spurði Kristján Már Unnarsson hvað þyrfti að gerast til að Grindvíkingar fengju að snúa til baka. „Ég held að það sé erfitt að snúa til Grindavíkur fyrr en kvika er að lágmarki hætt að streyma inn í þennan kvikugang,“ sagði Freysteinn en bætti við að þá tæki við annað ferli; að meta hvort það væri ásættanleg áhætta. Pallborðið var í beinni útsendingu á Vísi í dagVilhelm Gunnarsson „Það getur verið lengra ferli en það. Það getur verið kvikusöfnun undir Svartsengi eða Fagradalsfjalli. Þetta er kannski allt samtengt. Ég held að við vitum það að kvikuhreyfingar undir Grindavík verða að stoppa, að lágmarki, áður en fólk getur farið til baka. En síðan þarf að meta áhætturnar, þó að kvikuhreyfingarnar hafi stoppað,“ sagði Freysteinn ennfremur. -Erum við að tala um kannski minnst nokkrar vikur? „Ég held það, bara alveg að lágmarki,“ svaraði Kristín. „Það er alveg þekkt með svona stóra atburði erlendis að það er eitt að rýma og má segja að það sé kannski auðveld ákvörðun. En það að hleypa fólki til baka mun alltaf verða erfiðari ákvörðun,“ sagði Kristín. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni: Styttri klippur úr þættinum má sjá hér að neðan. Hér er spurt hvenær Grindvíkingar geti búist við að fá að snúa heim: Hér er fjallað um sprungurnar sem myndast hafa í Grindavík: Hér er fjallað um þann fyrirvara sem yrði á eldgosi: Hér er fjallað um minni líkur á eldgosi við fjallið Þorbjörn: Hér er rætt um hvort endurskoða þurfi mannvirkjagerð á eldvirkum svæðum Reykjanesskaga: Pallborðið Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Þetta kom fram í umræðuþættinum Pallborðinu á Vísi í dag en þar spurði Kristján Már Unnarsson hvað þyrfti að gerast til að Grindvíkingar fengju að snúa til baka. „Ég held að það sé erfitt að snúa til Grindavíkur fyrr en kvika er að lágmarki hætt að streyma inn í þennan kvikugang,“ sagði Freysteinn en bætti við að þá tæki við annað ferli; að meta hvort það væri ásættanleg áhætta. Pallborðið var í beinni útsendingu á Vísi í dagVilhelm Gunnarsson „Það getur verið lengra ferli en það. Það getur verið kvikusöfnun undir Svartsengi eða Fagradalsfjalli. Þetta er kannski allt samtengt. Ég held að við vitum það að kvikuhreyfingar undir Grindavík verða að stoppa, að lágmarki, áður en fólk getur farið til baka. En síðan þarf að meta áhætturnar, þó að kvikuhreyfingarnar hafi stoppað,“ sagði Freysteinn ennfremur. -Erum við að tala um kannski minnst nokkrar vikur? „Ég held það, bara alveg að lágmarki,“ svaraði Kristín. „Það er alveg þekkt með svona stóra atburði erlendis að það er eitt að rýma og má segja að það sé kannski auðveld ákvörðun. En það að hleypa fólki til baka mun alltaf verða erfiðari ákvörðun,“ sagði Kristín. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni: Styttri klippur úr þættinum má sjá hér að neðan. Hér er spurt hvenær Grindvíkingar geti búist við að fá að snúa heim: Hér er fjallað um sprungurnar sem myndast hafa í Grindavík: Hér er fjallað um þann fyrirvara sem yrði á eldgosi: Hér er fjallað um minni líkur á eldgosi við fjallið Þorbjörn: Hér er rætt um hvort endurskoða þurfi mannvirkjagerð á eldvirkum svæðum Reykjanesskaga:
Pallborðið Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira