Víðtæk lokun hindrar för um stóran hluta Reykjanesskaga Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2023 10:43 Kort Vegagerðarinnar sýnir vel hversu víðtækt akstursbannið er um Reykjanesskaga. Vegagerðin Akstursbann það sem Almannavarnir tilkynntu um á föstudagskvöld á öllum leiðum til Grindavíkur er enn í gildi. Svo víðtæk er lokunin að hún bannar för ökutækja um stóran hluta Reykjanesskagans. Mesta hættusvæðið um helgina hefur verið það sem fylgir Sundhnúkasprungunni, þar sem kvikugangur er talinn vera að þrýsta sér upp til yfirborðs. Það svæði liggur frá Kálffellsheiði í norðri, í gegnum Grindavík og út í sjó rétt vestan Grindavíkur undan Staðarhverfi og er í stefnu suðvestur-norðaustur. Vegalokunin nær hins vegar yfir margfalt stærra svæði. Lokunarpóstarnir eru þrír; við Hafnir, við gatnamót Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar og við gatnamót Suðurstrandarvegar og Krýsuvíkurvegar, auk þess sem umferð er bönnuð um Vigdísarvallaveg. Skjálftavirknin um helgina var talin sýna legu kvikugangs Sundhnúkasprungunnar.Veðurstofa Íslands „Allir vegir til Grindavíkur eru lokaðir og umferð um þá óheimil. Svo verður áfram eða þar til Almannavarnir telja öruggt að opna fyrir umferð, hvort heldur er takmarkaða umferð eða alla umferð,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Þetta þýðir í reynd að almenningi er bannaður akstur að vinsælum útivistarsvæðum og ferðamannastöðum, þótt þau séu jafnvel í tíu kílómetra fjarlægð frá hættusvæðinu. Að austanverðu má nefna staði eins og Húshólma, Selatanga, Krýsuvíkurberg sem og Geldingadali. Að vestanverðu má nefna Reykjanesvita, Valahnjúka og Sandvíkur. Rifja má upp að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu síðastliðið vor að lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefði farið út fyrir valdmörk sín sumarið 2022 þegar hann setti á ótímabundið bann við því að börn færu að gosstöðvunum í Meradölum. Við lokunarpóstinn á gatnamótum Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar.Einar Árnason Í áliti umboðsmanns sagði að í gildi væru almennar reglur um ferðafrelsi en einnig heimild í lögum um almannavarnir til að takmarka slíkt frelsi. Minnti umboðsmaður á að íþyngjandi ráðstafanir stjórnvalda yrðu almennt að eiga sér stoð í lögum og þegar þær skertu grundvallarréttindi sem varin væru af stjórnarskrá og mannréttindum bæri að gera ríkari kröfu en ella til skýrleika lagaheimildar. Ennfremur sagði umboðsmaður að víðtækum heimildum lögreglustjóra til þess að takmarka ferðafrelsi borgara, þar til hættustigi eða neyðarstigi almannavarna væri lýst yfir þar til því yrði aflýst, yrði að beita af varfærni. Ekki mætti ganga lengra en þörf væri hverju sinni til að afstýra hættu. Niðurstaða umboðsmanns var að barnabannið hefði ekki samræmst sjónarmiðum sem áttu við um heimild lögreglustjórans til að takmarka ferðafrelsi að gosstöðvum. Mæltist umboðsmaður til þess að lögreglustjórinn hefði sjónarmiðin framvegis í huga. Akstursbannið núna nær einnig til fjölmiðla, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 á laugardagskvöld: Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglan Lögreglumál Almannavarnir Umboðsmaður Alþingis Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Mátti ekki banna börn í Meradölum Lögreglustjóranum á Suðurnesjum var ekki heimilt að banna för barna yngri en 12 ára að gosstöðvunum í Meradölum í ágúst 2022 í ljósi þess tíma sem leið frá því tilkynnt var um þau opinberlega og þar til þau voru látin niður falla, þar sem ekki hafði verið tekið til skoðunar hvort aðrar lagaheimildir gætu helgað slíkt bann til lengri tíma. 26. maí 2023 12:17 Umboðsmaður vill skýringar á barnabanni Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vegna ákvörðunar hans um að takmarka aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. 11. ágúst 2022 13:57 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Mesta hættusvæðið um helgina hefur verið það sem fylgir Sundhnúkasprungunni, þar sem kvikugangur er talinn vera að þrýsta sér upp til yfirborðs. Það svæði liggur frá Kálffellsheiði í norðri, í gegnum Grindavík og út í sjó rétt vestan Grindavíkur undan Staðarhverfi og er í stefnu suðvestur-norðaustur. Vegalokunin nær hins vegar yfir margfalt stærra svæði. Lokunarpóstarnir eru þrír; við Hafnir, við gatnamót Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar og við gatnamót Suðurstrandarvegar og Krýsuvíkurvegar, auk þess sem umferð er bönnuð um Vigdísarvallaveg. Skjálftavirknin um helgina var talin sýna legu kvikugangs Sundhnúkasprungunnar.Veðurstofa Íslands „Allir vegir til Grindavíkur eru lokaðir og umferð um þá óheimil. Svo verður áfram eða þar til Almannavarnir telja öruggt að opna fyrir umferð, hvort heldur er takmarkaða umferð eða alla umferð,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Þetta þýðir í reynd að almenningi er bannaður akstur að vinsælum útivistarsvæðum og ferðamannastöðum, þótt þau séu jafnvel í tíu kílómetra fjarlægð frá hættusvæðinu. Að austanverðu má nefna staði eins og Húshólma, Selatanga, Krýsuvíkurberg sem og Geldingadali. Að vestanverðu má nefna Reykjanesvita, Valahnjúka og Sandvíkur. Rifja má upp að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu síðastliðið vor að lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefði farið út fyrir valdmörk sín sumarið 2022 þegar hann setti á ótímabundið bann við því að börn færu að gosstöðvunum í Meradölum. Við lokunarpóstinn á gatnamótum Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar.Einar Árnason Í áliti umboðsmanns sagði að í gildi væru almennar reglur um ferðafrelsi en einnig heimild í lögum um almannavarnir til að takmarka slíkt frelsi. Minnti umboðsmaður á að íþyngjandi ráðstafanir stjórnvalda yrðu almennt að eiga sér stoð í lögum og þegar þær skertu grundvallarréttindi sem varin væru af stjórnarskrá og mannréttindum bæri að gera ríkari kröfu en ella til skýrleika lagaheimildar. Ennfremur sagði umboðsmaður að víðtækum heimildum lögreglustjóra til þess að takmarka ferðafrelsi borgara, þar til hættustigi eða neyðarstigi almannavarna væri lýst yfir þar til því yrði aflýst, yrði að beita af varfærni. Ekki mætti ganga lengra en þörf væri hverju sinni til að afstýra hættu. Niðurstaða umboðsmanns var að barnabannið hefði ekki samræmst sjónarmiðum sem áttu við um heimild lögreglustjórans til að takmarka ferðafrelsi að gosstöðvum. Mæltist umboðsmaður til þess að lögreglustjórinn hefði sjónarmiðin framvegis í huga. Akstursbannið núna nær einnig til fjölmiðla, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 á laugardagskvöld:
Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglan Lögreglumál Almannavarnir Umboðsmaður Alþingis Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Mátti ekki banna börn í Meradölum Lögreglustjóranum á Suðurnesjum var ekki heimilt að banna för barna yngri en 12 ára að gosstöðvunum í Meradölum í ágúst 2022 í ljósi þess tíma sem leið frá því tilkynnt var um þau opinberlega og þar til þau voru látin niður falla, þar sem ekki hafði verið tekið til skoðunar hvort aðrar lagaheimildir gætu helgað slíkt bann til lengri tíma. 26. maí 2023 12:17 Umboðsmaður vill skýringar á barnabanni Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vegna ákvörðunar hans um að takmarka aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. 11. ágúst 2022 13:57 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Mátti ekki banna börn í Meradölum Lögreglustjóranum á Suðurnesjum var ekki heimilt að banna för barna yngri en 12 ára að gosstöðvunum í Meradölum í ágúst 2022 í ljósi þess tíma sem leið frá því tilkynnt var um þau opinberlega og þar til þau voru látin niður falla, þar sem ekki hafði verið tekið til skoðunar hvort aðrar lagaheimildir gætu helgað slíkt bann til lengri tíma. 26. maí 2023 12:17
Umboðsmaður vill skýringar á barnabanni Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vegna ákvörðunar hans um að takmarka aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. 11. ágúst 2022 13:57