Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Nokkrir Grindvíkingar fengu svigrúm í dag til þess að bjarga nauðsynjum og dýrum. Dregið hefur úr skjálftavirkni nú síðdegis en fylgst er náið með stöðunni í samhæfingarmiðstöð almannavarna. Við verðum í beinni þaðan með Víði Reynissyni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Kristín Ólafsdóttir fréttamaður hefur verið við Grindavík í allan dag og rætt við fólk sem fékk að fara inn á svæðið. Við sjáum myndir frá deginum og heyrum í Grindvíkingum.

Þá kemur Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í settið og fer yfir nýjustu fréttir af jarðhræringum. Við heyrum einnig í ráðherrum sem funduðu um stöðuna á auka ríkisstjórnarfundi í dag og kíkjum á samverustund í Hallgrímskirkju.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×