Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Lovísa Arnardóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Viðbúnaðarstig almannavarna var fært upp í hættustig nú síðdegis og skjálftavirkni á Reykjanesi jókst verulega upp úr miðjum degi. 

Við verðum í beinni frá björgunarmiðstöðunni í Skógarhlíð í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við Víði Reynisson hjá almannavörnum og dómsmálaráðherra.

Fulltrúar Veðurstofunnar eru jafnframt að funda um stöðuna og við heyrum í Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði, í beinni frá fundinum.

Stéttarfélögum og ASÍ hafa borist nokkrar tilkynningar um slæman aðbúnað launafólks hjá Vy-þrifum og fyrirtækjum tengdu því. Við ræðum við sérfræðing í vinnumansali um málið.

Verðmunur á bensínlítranum virðist vera að dragast saman. Við kynnum okkur málið, skoðum einnig bílastæði sem er verið að breyta í torg auk þess sem Magnús Hlynur verður í beinni frá torfærubílasýningu.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×