Innlent

Fræðadagur skerðir þjónustu heilsu­gæslunnar

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan muni að sjálfsögðu fara eftir úrskurði heilbrigðisráðuneytins.
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan muni að sjálfsögðu fara eftir úrskurði heilbrigðisráðuneytins. Vísir

Fræðadagur heilsugæslunnar fer fram í dag. Þar af leiðandi verður skert þjónusta hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, en öllum verkefnum sem hún telur brýn verður sinnt.

Þetta staðfestir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.

„Það er náttúrlega opið alls staðar. Öll bráðaþjónusta og önnur nauðsynleg þjónusta er veitt í dag,“ segir Sigríður sem bætir við „Við sinnum öllum sem er brátt, en við þurfum bara aðeins að velja í dag.“

Sigríður leggur til að fólk hringi í upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu áður en það mæti á heilsugæslustöð.

Fréttastofa fékk ábendingu í morgun um fólk sem ætlaði sér á heilsugæsluna en var bent á að fara frekar læknavaktina klukkan fimm síðdegis.

Aðspurð út í það segir Sigríður „Erindið hefur þá að öllum líkindum verið metið þannig að það þyrfti ekki að afgreiðast í dag. Fólk er líka velkomið á mánudaginn.

Sigríður útskýrir að fræðadagurinn sé árlegur. Hún gerir ráð fyrir að nokkur hundruð manns frá heilsugæslum um allt land séu viðstödd á Nordicea í dag, þar sem dagurinn er haldinn þetta árið.

„Við komum betur út eftir svona dag.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×