Ætlar ekki að tjá sig fyrr en að rannsókn lokinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2023 15:53 Davíð Viðarsson hefur komið fram sem Quang Le undanfarin ár þegar veitingahúsakeðjan Pho-Víetnam hefur verið til umfjöllunar. Hann er eigandi Vy-þrifa. Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa og betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, ætlar ekki að tjá sig um rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á fyrirtækinu. Vy-þrif urðu vís að geymslu fleiri tonna af matvælum í húsnæði við Sóltún í Reykjavík fyrir tæpum tveimur vikum. Davíð er einnig eigandi phoVíetnam veitingastaðakeðjunnar sem rekur nokkra veitingastaði í Reykjavík. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Davíð undanfarna daga en án árangurs. Hann sendi fréttastofu eftirfarandi orðsendingu á fjórða tímanum. Lýsa góðu sambandi við matvælaeftirlitið „Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur mætti í geymsluhúsnæði í kjallara að Sóltúni 20 á dögunum til að taka út aðstæður og í kjölfarið var miklu magni matar fargað. Húsnæðið sem um ræðir er leigt af þrifafyrirtækinu Vy-þrif. Vy-þrif hafa verið í góðu sambandi við matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og munu halda því áfram. Rannsókn matvælaeftirlits heilbrigðisteftirlits Reykjavíkur stendur enn yfir og munu forsvarsmenn Vy-þrifa ekki tjá sig um málið á meðan á rannsókn stendur.“ Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir í tölvupósti til fréttastofu að ekki hafi verið starfsleyfi fyrir geymslu matvæla. Húsnæðið hafi ekki verið meindýrahelt og aðstæður óheilnæmar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var mikið magn rottuskíts á gólfinu þegar starfsmenn eftirlitsins bar að garði. Engar kvartanir borist um veikindi Rannsókn heilbrigðiseftirlitsins beinist meðal annars að uppruna matvælanna og hvort að vera kunni að þeim hafi verið dreift til matvælafyrirtækja. Ekki hafi verið hægt að staðfesta í eftirliti að svo hafi verið. Þá hafi ekki borist neinar kvartanir um veikindi sem hægt sé að tengja við þessi matvæli. „Rannsókn heilbrigðiseftirlitsins beinist ekki að öðrum hlutum í húsnæðinu en matvælum. Á þessu stigi máls er ekki hægt að segja til um hvenær rannsókn muni ljúka. Þetta mál er enn í vinnslu hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og meðan svo er getur heilbrigðiseftirlitið ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu né tjáð sig um atriði sem hafa komið fram í fjölmiðlum nýlega.“ Matvælaframleiðsla Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Gríðarlegt magn af rottuskít og um tuttugu tonnum af mat fargað Farga þurfti rúmum tuttugu tonnum af matvælum sem geymd voru í um 360 fermetra kjallara í Sóltúni 20 eftir að matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur komst á snoðir um málið. Mikið magn rottuskíts var að finna í rýminu og þurfti fjölmargar ferðir á sendiferðabílum til að ferja matvælin í Sorpu. Eigandinn svarar ekki fjölmiðlum vegna málsins. 9. október 2023 15:18 Segir eiganda ólöglega matvælalagersins ekki rekstraraðila veitingastaðanna Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku. 7. október 2023 13:35 Segir eiganda ólöglega matvælalagersins ekki rekstraraðila veitingastaðanna Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku. 7. október 2023 13:35 Matvælin í geymslu þriffyrirtækis nátengdu veitingahúsarekstri Þriffyrirtæki í Reykjavík sem er í eigu stórtæks veitingamanns leigði geymslurými í höfuðborginni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga fleiri tonnum af matvælum í síðustu viku. Óljóst er hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra aðila. 6. október 2023 22:25 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Vy-þrif urðu vís að geymslu fleiri tonna af matvælum í húsnæði við Sóltún í Reykjavík fyrir tæpum tveimur vikum. Davíð er einnig eigandi phoVíetnam veitingastaðakeðjunnar sem rekur nokkra veitingastaði í Reykjavík. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Davíð undanfarna daga en án árangurs. Hann sendi fréttastofu eftirfarandi orðsendingu á fjórða tímanum. Lýsa góðu sambandi við matvælaeftirlitið „Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur mætti í geymsluhúsnæði í kjallara að Sóltúni 20 á dögunum til að taka út aðstæður og í kjölfarið var miklu magni matar fargað. Húsnæðið sem um ræðir er leigt af þrifafyrirtækinu Vy-þrif. Vy-þrif hafa verið í góðu sambandi við matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og munu halda því áfram. Rannsókn matvælaeftirlits heilbrigðisteftirlits Reykjavíkur stendur enn yfir og munu forsvarsmenn Vy-þrifa ekki tjá sig um málið á meðan á rannsókn stendur.“ Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir í tölvupósti til fréttastofu að ekki hafi verið starfsleyfi fyrir geymslu matvæla. Húsnæðið hafi ekki verið meindýrahelt og aðstæður óheilnæmar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var mikið magn rottuskíts á gólfinu þegar starfsmenn eftirlitsins bar að garði. Engar kvartanir borist um veikindi Rannsókn heilbrigðiseftirlitsins beinist meðal annars að uppruna matvælanna og hvort að vera kunni að þeim hafi verið dreift til matvælafyrirtækja. Ekki hafi verið hægt að staðfesta í eftirliti að svo hafi verið. Þá hafi ekki borist neinar kvartanir um veikindi sem hægt sé að tengja við þessi matvæli. „Rannsókn heilbrigðiseftirlitsins beinist ekki að öðrum hlutum í húsnæðinu en matvælum. Á þessu stigi máls er ekki hægt að segja til um hvenær rannsókn muni ljúka. Þetta mál er enn í vinnslu hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og meðan svo er getur heilbrigðiseftirlitið ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu né tjáð sig um atriði sem hafa komið fram í fjölmiðlum nýlega.“
Matvælaframleiðsla Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Gríðarlegt magn af rottuskít og um tuttugu tonnum af mat fargað Farga þurfti rúmum tuttugu tonnum af matvælum sem geymd voru í um 360 fermetra kjallara í Sóltúni 20 eftir að matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur komst á snoðir um málið. Mikið magn rottuskíts var að finna í rýminu og þurfti fjölmargar ferðir á sendiferðabílum til að ferja matvælin í Sorpu. Eigandinn svarar ekki fjölmiðlum vegna málsins. 9. október 2023 15:18 Segir eiganda ólöglega matvælalagersins ekki rekstraraðila veitingastaðanna Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku. 7. október 2023 13:35 Segir eiganda ólöglega matvælalagersins ekki rekstraraðila veitingastaðanna Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku. 7. október 2023 13:35 Matvælin í geymslu þriffyrirtækis nátengdu veitingahúsarekstri Þriffyrirtæki í Reykjavík sem er í eigu stórtæks veitingamanns leigði geymslurými í höfuðborginni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga fleiri tonnum af matvælum í síðustu viku. Óljóst er hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra aðila. 6. október 2023 22:25 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Gríðarlegt magn af rottuskít og um tuttugu tonnum af mat fargað Farga þurfti rúmum tuttugu tonnum af matvælum sem geymd voru í um 360 fermetra kjallara í Sóltúni 20 eftir að matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur komst á snoðir um málið. Mikið magn rottuskíts var að finna í rýminu og þurfti fjölmargar ferðir á sendiferðabílum til að ferja matvælin í Sorpu. Eigandinn svarar ekki fjölmiðlum vegna málsins. 9. október 2023 15:18
Segir eiganda ólöglega matvælalagersins ekki rekstraraðila veitingastaðanna Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku. 7. október 2023 13:35
Segir eiganda ólöglega matvælalagersins ekki rekstraraðila veitingastaðanna Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku. 7. október 2023 13:35
Matvælin í geymslu þriffyrirtækis nátengdu veitingahúsarekstri Þriffyrirtæki í Reykjavík sem er í eigu stórtæks veitingamanns leigði geymslurými í höfuðborginni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga fleiri tonnum af matvælum í síðustu viku. Óljóst er hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra aðila. 6. október 2023 22:25